Spjall:Bitið fast í vitið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sumstaðar hef ég séð plötuna kallaða Bítið fast í vítið. Hvort er það? Stefán Örvar Sigmundsson (spjall) 23. október 2014 kl. 20:41 (UTC))

Þetta er rétt hjá þér. Samkvæmt heimasíðu Bjarkar sem ég tel áræðalega heimild, hét platan „Bítið fast í vítið“ og er ég búin að breyta því. Bragi H (spjall) 24. október 2014 kl. 09:44 (UTC)
Skv. Leitir.is heitir platan Bítið fast í vítið :) en ef Tímarit.is er skoðað sést að í blaðaumfjöllun er hún alltaf kölluð Bitið fast í vitið. --Akigka (spjall) 24. október 2014 kl. 09:45 (UTC)
Það er skrítið að Björk og erlendar vefsíður og á Youtube sem dæmi sem og enska WP skuli nota „Bítið fast í vítið“. Mér persónulega finnst að Björk ætti að vera ein áræðalegasta heimildin. En þar sem hún hefur verið nefnd „Bitið fast í vitið“ í blaðaskrifum hérlendis ætti að vera tilvísun að minstakosti. Ætla að spyrja DR. Gunna út í þetta og hví þessi tvö heiti hafi verið í umferð. Bragi H (spjall) 24. október 2014 kl. 09:54 (UTC)
Þetta virðist vera rétt með i. Þótt erlendar síður noti nær allar í og sennilega er það mest komið frá ensku wp og líka vegna þess að letrið á framhlið plötunnar er svo flúrað að erfitt er að lesa í það almennilega þótt við íslendingar eigum auðveldar með það en útlendingar. Í ensku útgáfunni af rokksögu Íslands (BLUE EYED POP) eftir Dr. Gunna segir á bls. 91 (einnig fullyrðir Dr. Gunni þetta í samtali sem og plötusafnari hjá Lucky records sem ég talaði við og hafði eitt sinn spurt Jakob bassaleikar um þetta):
"Tappi Tíkarrass kept on after Eyþór Arnalds quit the band to concentrate on his cello studies. Melarokk rock festival in August 1982 was the biggest gig in Iceland that year. Almost all active rock bands at the time played at this all day long festival in Reykjavík but the attendance was only lukewarm, mirroring the waning interest in rock music. In the autumn Tappi went to Oslo, Norway, and played at the Rock mot Rus (Rock Against Drugs) festival and at Club 7. The band brought along copies of their first 12" EP, Bitið fast í vitið (Bitten Hard in the Sense), which had just come out. The band had picked five of their original songs for the EP. People agreed that it was good that Tappi Tíkarrass had finally released a record but some complained that the results were a little flaccid and that the excitement from live concerts was missing."
Ég held því að ég eigi að breyta þessu öllu til baka sem ég var að gera og spurning um hvort við gætum reynt að fá ensku wp síðunni breytt líka. En ég er líka búin að skrifa Björk (þótt það er sennilega einhver PR manneskja sem svari bréfum hennar) og ætla að spyrja Eyþór líka áður enn ég breyti þessu, bara til að vera 100% viss, sérstaklega upp á ef maður fer í það að reyna að fá ensku wp breytt. Bragi H (spjall) 24. október 2014 kl. 10:44 (UTC)
Búin að fá þetta staðfest frá Eyþóri Arnalds líka, platan heitir: „Bitið í vitið“, með i en ekki í. Bara spurning þar sem ég er ekki vel að mér í ensku og hef gert mjög fáar breytingar á ensku wikipedia hvort einhver mér færari væri til í að taka að sér að benda þeim á þetta og reyna að fá þetta lagað? Bragi H (spjall) 24. október 2014 kl. 11:44 (UTC)