Spjall:Bannfæring

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Var Marteinn Lúter bannfærður? Ef nokkuð er að marka skráningu myndarinnar af forsíðu rits Leós X var svo ekki, heldur var því bara hótað. En vissulega gæti hér verið rangt farið með þó að þetta sé á ensku og svohljóðandi: Image of the title page of Pope Leo X's Bull, Exurge Domine, threatening to excommunicate Martin Luther, scanned from a first edition copy in the library of Concordia Theological Seminary by Robert E. Smith. --Mói 09:43, 4 júní 2007 (UTC)

Já, hann var bannfærður, en ekki með þessu riti, sem hótaði bannfæringu, heldur hálfu ári síðar með næsta riti páfa um málið. --Mói 09:50, 4 júní 2007 (UTC)
Jú jú, víst var hann bannfærður. Þann 10 desember 1520 brenndi hann opinberlega hótunarbréf páfa (Exurge Domine sem sýnd er með texta greinarinnar) í Wittenberg ásamt öðrum bókum frá kaþólsku kirkjunni og sagði: „Weil du gottloses Buch den Heiligen des Herrn betrübt oder geschändet hast, so betrübe und verzehre dich das ewige Feuer“ (eða í snarþýðingu: „Þú hefur, guðlausa bók, valdið hinum heilaga Föður sorg og niðurlægt henn og þess vegna átt þú að brenna í hinum eilífa eldi“. Hinn 3 janúar 1521 bannfærði Leo X Martein Lúther. <ref>[1] ~~~~