Spjall:Bankahrunið á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Það má nú bæta þessa síðu verulega. Samkvæmt henni er gamla Kaupþing ennþá í fullri starfsemi... eða hvað?

Afgreiðslan á Kastljósviðtalinu við Davíð er svo frekar skrýtin. Það að láta ummæli Portes sigla þarna beint í kjölfarið er gildishleðsla, en aðrar staðreyndir málsins látnar lönd og leið. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 86.163.208.245 (spjall) · framlög

Nokkuð til í því --Jabbi 29. nóvember 2009 kl. 11:31 (UTC)

Þessi síða er meingölluð og augljóst að sá sem ritar hana hefur mjög yfirborðskennda þekkingu á atburðarásinni. Þarna er t.d. talað um „þjóðnýtingu“ Glitnis hinn 29. september. Þjóðnýting er svo gildishlaðið hugtak, að forðast ber að nota það nema þegar um um bókstaflega og ótvíræða þjóðnýtingu er að ræða. Hér á það engan veginn við. Enn síður þegar haft er í huga að björgunaráætlunin, sem var kynnt 29. september — þann dag gerðist ekkert annað — komst aldrei til framkvæmda. Boða þurfti til hluthafafundar til þess að af henni gæti orðið, en áður en af því gæti orðið (og að ríkissjóður dældi í framhaldinu hundruðum milljarða inn í bankann og eignaðist 75% hlutafjár hans fyrir), þá féll hann og FME setti skilanefnd yfir bankann 7. október. Færslan er því beinlínis röng. Andresm (spjall) 6. október 2013 kl. 20:27 (UTC)

Það væri vel þegið ef þú værir til í að ganga í málið. --Jabbi (spjall) 6. október 2013 kl. 22:14 (UTC)