Spjall:Avatar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er það ekki dæmigert, og nokkuð til marks um menningarlega einangrun, að hið eina sem skráð sé um "avatar" á isl. víkípedíu sé um bandaríska kvikmynd. Avatar er þeólógískt hugtak, og líklega grunnatriði til skilnings á hindúisma. Það kvað merkja birtingarform eða birtingarmynd, og virðist á sinn hátt vera nokkuð skylt því að Guð ákvað að nýta sér aðstæður í mannheimi fyrir um 2000 árum og opinbera sig í Kristi. En amerískar bíómyndir standa Íslendingum nær en svoleiðis vitneskja, hvað þá þekking, og hvað þá skilningur.Rummungur (spjall) 22. ágúst 2013 kl. 21:52 (UTC)

Af hverju ert þú ekki búinn að skrifa grein um þetta þeólógíska hugtak? --Cessator (spjall) 23. ágúst 2013 kl. 12:46 (UTC)

Rétt hjá þér, Cessator (Stoppari, ef ég kann eitthvað í latínu). Það er full ástæða til að gera, en það tekur óneitanlega nokkra vinnu. Og hætt er við að mest verði þá étið upp af ensku, dönsku ellegar þýzku víkipedíu. Mig skortir góða þekkingu á hindúisma. En látum oss sjá hvort ég hef kjark ellegar döngun til að ráðast á ritvöll fram., þótt eitthvað síðar verði. Látum oss sjá hvað úr verður. Rummungur (spjall) 23. ágúst 2013 kl. 19:46 (UTC)

Er til íslensk orð yfir avatar? Thvj (spjall) 23. ágúst 2013 kl. 19:52 (UTC)
Manngerving en líka holdtekja guðdóms (beint upp úr orðabókinni). --Cessator (spjall) 23. ágúst 2013 kl. 21:25 (UTC)