Spjall:Apar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nú gæti vel verið að það sé búið að rugla öllu kerfinu en ég fylgdi nafgiftum í greininni um prímata þó að gamla iw hér hafi vísað á en:Ape... — Jóna Þórunn 6. desember 2007 kl. 13:37 (UTC)

Rökvilla?[breyta frumkóða]

Er það ekki rökvilla að segja að eyðni hafi komið frá öpum þar sem Hominidae (mannapar=mannfólk) er ein undirætt apa. Er það ekki eins og að segja að eyðni hafi smitast frá öpum til apa? Er þetta spurning um að sleppa fullyrðingunni, finna henni betri stað eða afmarka hana betur, það er, frá hvaða ætt apa er talið að eyðni hafi smitast til manna? Bragi H (spjall) 18. maí 2012 kl. 11:58 (UTC)

Er þetta ekki fyrst og fremst bara ónákvæmni. Út af fyrir sig er rétt að HIV barst í menn úr (öðrum) öpum en það segir svo sem ekki mikið. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta voru apar í Afríku en ekki t.d. sk. nýja heims apar. En nákvæmlega hvaða tegund í Afríku? Ég veit það ekki. --Cessator (spjall) 18. maí 2012 kl. 17:46 (UTC)
Jú þetta er náttúrulega ónákvæmni, en spurning hvort þetta ætti ekki frekar heima þar sem fjallað væri um viðkomandi ætt apa sem smitið kom frá (veit sjálfur ekki hvaða ætt það var) heldur en hafa þetta í grein um apa almennt, enda jú api sem smitaði apa (enda við mennirnir samkvæmt tegundaflokkun bara ein ættkvísl apa) og þar með verður finnst mér rökvillan til. Annars nota annað orðalag, flytja í aðra grein, að minstakosti finnst mér setningin ekki geta staðið eins og hún er núna. Veit samt sjálfur ekki alveg hvernig best væri að orða hana. Eðlilegast finnst mér að taka hana út eða finna út hvaða apategund það var sem smitið kom frá og skrifa þá grein eða ef hún er til flytja þessa setningu þangað. Bragi H (spjall) 18. maí 2012 kl. 18:35 (UTC)
Já, ég er sammála, það er svolítið skrítið að sjá þetta botna grein, sem er bara ein lína að lengd hvort eð er. Sennilega best að fjarlægja þetta í bili. --Cessator (spjall) 18. maí 2012 kl. 18:40 (UTC)

Apakettir[breyta frumkóða]

Eru monkeys ekki apakettir? Berserkur (spjall) 11. júní 2018 kl. 14:53 (UTC)