Spjall:Andrúmsloft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Stjórar, andrúmsloft er samheiti við lofthjúp. Vinsamlegast, setjið því tilvísun úr þessari grein á greinina lofthjúpur. Thvj 01:34, 11 mars 2007 (UTC)

Ekki viss um að þetta sé nákvæmlega sama hugtakið. Það sem ég á við er að þetta eru ólík hugtök um sama fyrirbærið en lýsingarnar á því verða þá líka ólíkar. --Cessator 01:40, 11 mars 2007 (UTC)

Eins og andrúmsloft er skilgrint í greininni er það samheiti við lofthjúp. Það er þó hugsalega einhver blæbrigðamunur á orðunum, en ég held að það komi ekki að sök að hafa þau sem samheiti að sinni, þar til annað kemur í ljós. Thvj 01:50, 11 mars 2007 (UTC)

Stjórar, vinsamlegast setjið tilvísun í lofthjúp. Ég ábyrgist að um samheiti er að ræða (sjá http://ismal.hi.is). Thvj 08:37, 14 mars 2007 (UTC)

Nema hvað það er vel hægt að tala um andrúmsloftið inni í einhverju herbergi, segja að það sé þungt (í merkingunni súrefnislítið) o.s.frv. en það er ekki hægt að tala um lofthjúpinn inni í herberginu. Læknir gæti líka sagt að veikindi einhvers, kannski fanga sem hefur verið lokaður inni í klefa, stafi af einhverju í andrúmsloftinu; en hann er ekki þar með að segja að orsökina sé að finna í lofthjúpnum. Ég sé líka ekki alveg hvernig ísmál sýnir að þetta séu samheiti þótt hvort tveggja geti t.d. verið þýðing á „atmosphere“ eftir því í hvaða samhengi það er notað (það sýnir bara að enska orðið sé tvírætt). Stundum vísa orðin „andrúmsloft“ og „lofthjúpur“ til sama fyrirbærisins en þetta eru samt ólík hugtök. --Cessator 15:52, 16 mars 2007 (UTC)