Spjall:Alþingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bra alt.svg
Greinin Alþingi er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Er ekki best að færa þessa síðu á Alþingi íslendinga eða eitthvað álíka og hafa þessa sem umfjöllun um alþingi almennt, eða er betra að hafa það annars staðar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 05:23, 16 okt 2004 (UTC)

Alþingi almennt? Í útlöndum eru þingin bara nefnd „þing“. Þing Íslendinga heitir Alþingi og finnst mér að það ætti að halda því nafni og sínum stað hér á Wikipedia. - Svavar L 10:48, 16 okt 2004 (UTC)

Eins og Svavar segir þá er bara eitt Alþingi í heiminum margar þjóðir nefna löggjafarþing sín sérstökum nöfnum. Þjóðverjar hafa Bundestag, Svíar hafa Riksdag, Norðmenn hafa Storting, Danir hafa Folketing, Ísrael hefur Knesset og Rússar Dúmuna o.s.frv. --Bjarki Sigursveinsson 11:40, 16 okt 2004 (UTC)

Já það er víst rétt hjá ykkur, ég þegi þá bara. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10:57, 19 okt 2004 (UTC)
Ein vangavelta. Er hægt að segja að alþingismenn séu kosnir beinni kosningu? Er ekki forsetinn kosinn beinni kosningu? En alþingismenn raðað eftir listakosningu? --Sigatlas 16:47, 6 nóv 2004 (UTC)
Þá meina ég auðvitað forseti Íslands en ekki forseti Alþingis. --Sigatlas 16:49, 6 nóv 2004 (UTC)
Jú það er sennilega rétt hjá þér. Er ekki talað um hlutfallskosningu í þessu samhengi?--Bjarki Sigursveinsson 19:21, 6 nóv 2004 (UTC)

Mögulegar viðbætur[breyta frumkóða]

Hvað með upplýsingar um helstu deilumál á Alþingi? --85.220.120.100 00:42, 23 nóvember 2006 (UTC)

Ég komst að því við rannsóknir fyrir lofsöngsgreinina að ekki er að finna upplýingar í þessari grein um hvaða ferli frumvarp fer í gegnum á alþingi áður en það er samþykkt (eða því hafnað). Væri ágætt að fá svoldið um það á grein þessari frá mönnum fróðum um það (sem ég sjálfur mun án efa flokkast sem áður en yfir líkur). --Ævar Arnfjörð Bjarmason 04:22, 9 feb 2005 (UTC)

Hvað um að vísa bara á frumvarp í staðinn fyrir að endurtaka þessar upplýsingar á Wikipedia? -- Svavar L 07:24, 9 feb 2005 (UTC)


Mögulegar viðbætur 2[breyta frumkóða]

Hvernig væri að seigja frá því að Alþingi var einu sinni í tvemur deildum það stendur eginlega ekkert um það hérna og líka gera lista yfir aldursforseta á Alþingi Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Larsson (spjall) · framlög

Það er kafli sem heitir kjördæmaskipan og deildaskipting sem lýsir þessu ágætlega, þótt eflaust mætti bæta aðeins við hann. Ég sé ekki hvernig aldursforseti kemur málinu beinlínis við, nema sem trivia. Hefur það að vera aldursforseti þingsins einhverja sérstaka þýðingu? --Akigka 16:20, 2 maí 2007 (UTC)

Athugasemd um kaflann Endurreisn Alþingis[breyta frumkóða]

Ég geri athugasemd við textan um Alþingi og kosningaréttinn, stöðu þjóðhöfðingjans o.fl. Það er ekki rétt að "sambandið hafi rofnað við Danakonung 10. maí 1940 við hernám Breta". Rétt er að Ísland varð fullvalda ríki 1918, ríkisborgararéttur Dana og Íslendinga var aðskilinn, en konungur var þjóðhöfðingi beggja landanna frá 1. des. 1918. konungstitill hans breyttist og skiptist í þrennt. Alþjóðlega: Konungur Danmerkur og Íslands (þegar Danir áttu í hlut), en Konungur Íslands og Danmerkur (þegar íslensk stjórnvöld héldu um pennan). Í Danmörku var konungur Konge af Danmark og á Íslandi Konungur Íslands. Sambandið við þjóðhöfðingjann, Konung Íslands, rofnaði við hernám Þjóðverja 9 apríl 1940. (Það var sem sé þegar rofið 10. maí við hernám Íslands. Konungur féllst á að Alþingi tæki yfir í sínar hendur vald konungs og var líka fylgjandi skipan Sveins Björnssonar sendiherra í embætti Ríkisstjóra - enda var hann ríkisstjóri sem fór með umboð konungs og því undir krúnu. Það á að vera viðmiðun í fræðimennsku að fara rétt með sögulegar staðreyndir og falla ekki í freystingu pólitískra (þjóðernisáróðurslegra raka og flokkspólitísks áróðurs) viðmiðana, sem hafa fylgt okkur æði lengi.

Það á því að gera skýran mun á Danakonungi annars vegar og Konungi Íslands hins vegar, þó um sama einstakling sé að ræða. Þetta gera menn við leikara eftir þeim hlutverkum s em þeir leika hverju sinni. Þannig er þetta t.d. á Bretlandi, Drottningin er þjóðhöfðingi a.m.k. 3 fullvalda sjálfstæðra konungsríkja - Ástarlíu, Nýja Sjálands og Kanada - og sennilega allnokkurra til viðbótar sem ég hegf ekki kynnt mér sérstaklega.

En fyrir alla muni setjið þetta "rétt" á Wikipedia! Borgþór S. Kjærnested, cand pol

Listi yfir alla núverandi þingmenn[breyta frumkóða]

Vantar ekki lista yfir alla núverand þingmenn? --89.160.147.231 23. september 2010 kl. 19:40 (UTC)

Það er til þetta ágæta Snið:Núverandi alþingismenn. En það er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að þú búir til Lista yfir núverandi alþingismenn --Jabbi 23. september 2010 kl. 20:27 (UTC)

Stórt eða lítið a?[breyta frumkóða]

Ég hallast frekar að því að nota lítið a. Rétt eins og með guð. --Jabbi 3. apríl 2011 kl. 00:28 (UTC)

Ætli það sé eki bara vitleysa í mér.... --Jabbi 3. apríl 2011 kl. 23:29 (UTC)
Er þetta ekki nafn á stofnun? --Cessator 3. apríl 2011 kl. 23:49 (UTC)
Það er stór stafur í „Alþingi“ en lítill í „alþingismaður“ skv. Íslenskri málstöð (gr. 6 og 7). --Cessator 3. apríl 2011 kl. 23:51 (UTC)
Ég bætti við neðanmálsgreinum. --バルドゥル 4. apríl 2011 kl. 22:17 (UTC)

þrisvar sinnum fyrstur forseta Íslands[breyta frumkóða]

Sæl!

ég er ennþá að læra íslensku, en mér þótti að það væri villa í þessari setningu:

>Ólafur Ragnar Grímsson hefur synjað lagafrumvörpum staðfestingar þrisvar sinnum fyrstur forseta Íslands.

Ef mér skjátlast ekki, notar maður "sinnum" aðeins eftir 'fjórum', 'fimm', 'sex', o.sv.fr. þegar hann á við "four (five, six, ...) times". Ef þrisvar þýðir "thrice (=three times)" út af fyrir sig, hvers vegna var þá skrifað "þrisvar sinnum"?

Kær kveðja, Wisapi 8. júlí 2011 kl. 16:29 (UTC)

Sæll Wisapi. Takk fyrir athugasemdina. Þetta er svolítið klaufaleg setning, það er alveg rétt. Það sem á að komast til skila með henni er að ÓRG hafi þrisvar sinnum synjað lögum staðfestingar og að hann sé fyrsti forsetinn sem synjar nokkrum lögum staðfestingar, hvað þá þrisvar (sinnum). Varðandi orðalagið „þrisvar sinnum“ þá er það líka rétt að það er óþarfi að segja sinnum á eftir tvisvar eða þrisvar en það er þó ekki rangt. --Jabbi 13. júlí 2011 kl. 08:45 (UTC)

Fjölda vantrauststillagna[breyta frumkóða]

Fór að grafast fyrir um fjölda vantrauststillagna sem lagðar hafa verið á Alþingi þar sem fleiri tillögur höfði bæst við síðan 2011 þegar grein Fréttablaðsins kom út. Þá rakst ég hins vegar á það að tölur Fréttablaðsins voru rangar á sínum tíma. Nú hef ég ekki utanaðkomandi heimild fyrir leiðréttum tölum og vitnun í mína eigin rannsókn brýtur gegn reglunni um engar frumrannsóknir. Hér er ekki verið að ræða um litla skekkju, heldur stóra. Samkvæmt frumrannsókn minni er um að ræða 23 vantrauststillögur gegn ríkisstjórninni síðan við lýðveldisstofnun og síðan 2 aðrar sem snúa að einstaka ráðherrum. Samkvæmt Fréttablaðinu höfðu 15 verið lagðar fram. Hvað eigum við að gera í þessu? -Svavar Kjarrval (spjall) 20. maí 2013 kl. 13:58 (UTC)

Það að telja mál er ekki frumrannsókn þó svo þau séu talin í fyrsta sinn og summan birt. Það finnst mér a.m.k. Því þetta er ekki rannsókn nema í mjög víðum skilningi þess orðs. Svo samlíking sé notuð er hægt að telja vélrænt hversu oft sögnin "to be" kemur fyrir í verkum Shakespeares og birta en það væri ekki frumrannsókn. --Jabbi (spjall) 20. maí 2013 kl. 21:59 (UTC)

Kominn tími á að uppfæra?[breyta frumkóða]

Kv. Arnþór

Breyta síðastliðnum Alþingiskosningum[breyta frumkóða]

!!!!