Spjall:Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég legg til að greinin verði sameinuð greininni Evrópusambandið. Thvj 27. janúar 2011 kl. 22:22 (UTC)

Greinin um Evrópusambandið er þegar 27 Kb og gæti lengst þó nokkuð án þessarar viðbótar svo ég held að það sé allt í góðu að hafa þetta áfram sem sérstaka grein, enda enginn stubbur hér á ferð. Þessi grein hefur meira að segja burði til þess að lengjast líka og gæti orðið allítarleg. --Cessator 27. janúar 2011 kl. 22:42 (UTC)
Sammála Cessator. Greinin um Evrópusambandið er mjög stuttaraleg og mætti auðveldlega tvöfalda hana að stærð. Mikið á eftir að bætast við þessa hérna grein. --Jabbi 28. janúar 2011 kl. 01:12 (UTC)
Skil sjónarmið ykkar, en vandamál þessarar greina er að efni hennar er mjög óljóst eða hvað er átt við með Ísland og Evrópusambandið? Er þetta sérstakt hugtak í Íslensku eða kannske bara pólitískt slagorð - er e.t.v. aðeins verið að fjalla um Umsókn Íslands að Evrópusambandinu? Slík grein ætti þá að merkja með líðandi stund . - Auk þess fyndist mér vel fara á að hafa smá klausu um Ísland og Evrópusambandið í greininni Evrópusambandið. Thvj 28. janúar 2011 kl. 13:48 (UTC)
Það er nú þegar kafli um Ísland og Evrópusambandið í greininni um Evrópusambandið. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það ætti að fara lítið fyrir honum þar af því að í grein um Evrópusambandið skiptir Ísland einfaldlega litlu máli. Það mætti reyndar líka hafa þannig kafla í greininni um Ísland og þar gæti hann verið fyrirferðameiri en í greininni um Evrópusambandið. En hvað titilinn varðar, þá skil ég hann svo að hann vísi til tengsla Íslands og Evrópusambandsins. Ekki ósvipað og greinin en:Norway – European Union relations (en þess má geta að en:Norway and the European Union er tilvísun á þá grein) eða en:Switzerland – European Union relations (en en:Switzerland and the European Union er tilvísun á þá grein). --Cessator 28. janúar 2011 kl. 14:16 (UTC)
Ok, tók nú loks eftir kaflanum í greininni um Es. Er þó ómsammála fullyrðingu Cessators um að "í grein um Es skipti Íslandi litlu máli", því umsóknarferlið, sem sumir kalla í hálfkæringu "aðlögunarferli", er í fullum gangi og gæti í framtíðinni leitt til inngöngu Íslands í Es. (Ég reikna að sjálfsögðu með að fulltrúar Es taki umsókn okkar alvarlega.) Hins vegar á ég bágt með að skilja þessa grein, sem um ræðir. Um hvað fjallar hún eiginlega, ef ekki umsókanrferli Íslands að Es og ætti þá að nefnast Umsókn Íslands að Es, umsókarferli e.þ.h.? - Auk þess vantar skilgreiningu í upphafi greinarinnar, eða treystir sig nokkur til að skirfa skilgreininguna, þ.a. ljóst verði um hvað greinin eigi að fjalla? Thvj 28. janúar 2011 kl. 17:13 (UTC)
Hún ætti auðvitað að fjalla að verulegu leyti um umsóknarferlið en ekki eingöngu það, því jafnvel þótt Ísland hefði ekki sótt um inngöngu hefði greinin átt rétt á sér og hefði fjallað um sams konar hluti og greinarnar „Noregur og Evrópusambandið“ og „Sviss og Evrópusambandið“ gera á ensku. Það sem ég átt við með að Ísland skipti litlu máli er einfaldlega það að fyrir ESB skiptir Ísland litlu máli. Við getum t.d. ímyndað okkur að einhver sé að skrifa grein um ESB á japönsku eða kínversku Wikipediunni og velti fyrir sér hvaða kafla hann ætti að hafa; hann myndi aldrei komast að þeirri niðurstöðu að í grein um ESB væri mikilvægt að hafa kaflann „Ísland og ESB“. Það mun hins vegar breyta miklu meiru fyrir Ísland en fyrir Evrópusambandið ef Ísland gengur í ESB og þess vegna er þetta mikilvægari kafli í greininni um Ísland. --Cessator 28. janúar 2011 kl. 17:22 (UTC)
Jú, Ísland er vissulega agnarlítið í samanburði við Es og þannig séð má segja að kvantitatíft skipti Ísland skipti litlu fyrir Es, en það er aukaatriði. Treystir Cessator eða einvher annar sér til að skrifa skilgreiningu, sem skýrir um hvað greinin eigi að fjalla ef ekki um umsóknarferlið (tæknilega séð)? E.t.v. á hún að fjalla að einhverju leyti um sálarástand þjóðarinnar, sjálfsmynd og þjóðernisímynd í skugga "hins ægilega" Evrópusambands? (Það væri reyndar verðugt verkefni að fjalla um sálarástand þjóðarinnar á hinum ýmsu tímum.) Thvj 28. janúar 2011 kl. 17:33 (UTC)
Hún gæti fjallað um ýmislegt fleira, s.s. EES og réttindi Íslendinga í ESB, deilur við sambandið um fiskveiðar, ESB sem markað fyrir íslenskar útflutningsvörur o.s.frv. --Akigka 28. janúar 2011 kl. 18:32 (UTC)
Já, greinin gæti fjallað um hitt og þetta tengt EES og ES, en spurningin er hvað á hún í rauninni að fjalla um? Er ekki greinarheitið allt of víðtækt og óljóst til þess að verðskulda grein á wikipedíu? Með sömu rökum mætti þá stofna greinarnar Ísland og Kína, Ísland og Bandaríkin eða Ísland og Grænland, án þess að ég mæli þó með því. Ég mundi þó gjarnan vilja sjá greinina Umsókn Íslands að Evrópusambandinu, en eins og greinin stendur nú virðist hún að mestu einmitt fjalla um það ferli. - Annars skora ég á einhvern slyngan að skrifa skilgreiningu í innganginum, en ef það tekst ekki held ég að við verðum að finna nýtt og hnitmiðað greinarheiti. Thvj 29. janúar 2011 kl. 01:41 (UTC)
Það gæti svo sem verið fínt að flytja greinina eins og þú nefnir, en ég sá þetta fyrir mér hliðstætt við en:Norway – European Union relations (hét greinin um Ísland ekki eitthvað svipað á en:wiki áður en umsóknin kom til?). --Akigka 29. janúar 2011 kl. 17:25 (UTC)
Greinarnar eru snarlíkar, en það breytir ekki því að mér finnst fókusinn í þeim báðum óskýr, ekki síst þar sem enginn virðist treysta sér til að skilgreina efni greinanna í innganginum. Færi ekki betur á því að takmarka sig aðeins og skrifa frekar um umnsóknarferlið, en í slíkri grein mundu vafalaust birtast aðdragandi umsóknarinnar og alls kyns vangaveldur um stóðu Íslands innan Es, EES og EFTA? Grein (ítarleg) um Ísland og Es er reyndar einnig til á öðrum tungumálum á wikipedía þ.a. hún fær væntanlega að standa óhögguð, en það breytir ekki því að mér finnst þetta furðulegar greinar, sambland af sagnfræði og blaðamennsku, og má spyrja sig hvort þær eigi heima í alfræðiriti. - Ég auglýsi þó eftir grein um umsókarferlið. Thvj 29. janúar 2011 kl. 18:00 (UTC)

Breyta nafni[breyta frumkóða]

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þar sem það er meira relevant. --Jabbi (spjall) 23. apríl 2013 kl. 21:37 (UTC)

Já, þetta er betra heiti. Thvj (spjall) 23. apríl 2013 kl. 23:11 (UTC)