Spjall:Þróunarkenningin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er ekki best að færa þetta á þróun þar sem kenningin hefur jú þróast síðan hún var upprunalega sett fram. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóv. 2005 kl. 08:24 (UTC)

Ég held ekki, því þetta er ekki bara grein um kenningu sem er núna haldið á lofti heldur líka grein um áhrifamikla kenningu sem skipar sérstakan sess í sögu vísindanna; þessi tiltekna útgáfa þróunarkenningar - þróunarkenning Darwins - verðskuldar að mínu mati sérstaka grein. Almennari grein um þróunarkenningar mætti samt vera til og gefa betra yfirlit yfir sögu og þróun þróunarkenninga frá fornöld (já, þá kom fyrst fram þróunarkenning um lífið á jörðinni) til okkar daga. En ég held að á þróun ætti á útskýra hugtakið sjálft, þróun, frekar en kenningar sem byggja á því, og á þróunarkenning ætti að útskýra almenn einkenni þróunarkenninga (hvort sem það er þróunarkenning um um lífið eða eitthvað annað). --Cessator 1. nóvember 2005 kl. 13:58 (UTC)

Færa titil[breyta frumkóða]

Mér finnst tvídæmalaust að það ætti að færa þessa síðu á titilinn Þróun eða Þróun (líffræði). Orðið „kenning“ er ekki haft með í flestum öðrum tungumálaútgáfum og það virkar frekar andvísindalegt að setja slíkan fyrirvara í íslenska titilinn. TKSnaevarr (spjall) 20. janúar 2019 kl. 15:07 (UTC)

Er sammála, en þá þyrfti að fjalla meira almennt um þróun. Greinin er núna helst um ritið On the Origin of Species. – Þjarkur (spjall) 20. janúar 2019 kl. 16:49 (UTC)