Spjall:Þ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Í orðabókinni sem notuð er sem heimild stendur "Þ, samhljóði, 31. stafur ísl. stafrófsins táknar: 1 í ísl. fornmáli svipað hljóð og nú: þúfa, stundum einnig ritað í stað ð: verþa. 2 í nútímamáli óraddað, tannmælt önghljóð, (kemur aðeins fyrir í upphafi orðs eða atkvæðis): þúfa, farþegi." Á Wikipedia stendur að þetta sé 30. stafurinn, og einnig; er það rétt að orðið komi aðeins fyrir í upphafi orðs eða atkvæðis? --Baldur Blöndal 12. desember 2008 kl. 23:22 (UTC)

Ég held að það sé rétt. Líklega hefur Wikipedian ekki tekið Z með í stafrófinu, sem hún ætti nú samt að gera. --Cessator 12. desember 2008 kl. 23:30 (UTC)
Já ég pældi auðvitað ekki í því að þessi bók kom út fyrir 1973, þannig að Z væri talin með.. en ef maður fer á Íslenska stafrófið þá er zetan ekki innifalin í stafrófinu. --Baldur Blöndal 12. desember 2008 kl. 23:40 (UTC)
Enda er þar einungis að finna þá stafi sem notaðir eru til að skrifa íslensku með núverandi lögboðinni stafsetningu. Samt eru til íslensk nöfn sem hafa ýmist Z eða C og við notum líka þá stafi og Q til að rita útlensk nöfn á íslensku þannig að í ákveðnum skilningi er það bara rangt sem fram kemur á síðunni; í íslenska stafrófinu (með extension pakkanum) eru fleiri stafir. --Cessator 13. desember 2008 kl. 04:56 (UTC)

Úr ensku?[breyta frumkóða]

Í greininni 4. apríl stendur: „Íslendingar tóku þ upp úr ensku ritmáli en þorn var upphaflega rúnin þurs eða þorn á ensku.“ Hvaða heimildir eru fyrir þessu? Í öllum norrænu rúnaröðunum var rúnatáknið Þ (samanber FUÞARK) og var nefnt þurs í yngri rúnaröðinni. Masae 4. apríl 2010 kl. 11:27 (UTC)

Ég veit ekki en Þ á ensku útgáfunni virðist gefa þetta í skyn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. apríl 2010 kl. 12:45 (UTC)
Vísindavefurinn segir: „Nafnið á stafnum í íslensku bendir sterklega til þess að stafurinn hafi verið tekinn úr engilsaxnesku latínuletri en ekki úr norrænu rúnaletri.“--Navaro 4. apríl 2010 kl. 13:58 (UTC)
Ég endurskrifaði þessa klausu í samræmi við greinina á Vísindavef. Nafnið er þó heldur þunn heimild eitt og sér. Masae 4. apríl 2010 kl. 23:59 (UTC)

Þorn inn í miðjum erlendum staðarnöfnum[breyta frumkóða]

Íþaka - Anþekja ( íslenskun á borgarheitinu Antíokía) - Aþos - Samoþraki.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 88.149.99.14 (spjall) · framlög

Já, þetta eru allt dæmi um umritun á grískri þetu. Ég er kannski ekki að ná punktinum með þessari athugasemd... --Cessator 11. maí 2010 kl. 03:01 (UTC)
Þetta átti nú bara að vera til minnis - fyrir þá sem hyggja á að laga greinina í framtíðinni. Sá að ekki var minnst á þetta atriði. --194.144.9.87 12. maí 2010 kl. 10:14 (UTC)