Spjall:Úrvalsdeild karla í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Landsbankadeild kvenna?[breyta frumkóða]

„Landsbankadeildin eða Úrvalsdeild karla í knattspyrnu er efsta deild í knattspyrnu á Íslandi.“ Er það bara ég eða er ekki mismunun hér í gangi? Bæði er til Landsbankadeild karla og Landsbankadeild kvenna á Íslandi þannig mér fyndist „Landsbankadeildin“ ætti að eiga alveg eins við Landsbankadeild kvenna, sem er ekki einu sinni nefnd í greininni. --Sennap 21:08, 3 maí 2007 (UTC)

Kom með bráðabirgða lausn. --Sennap 23:19, 3 maí 2007 (UTC)

Tölfræði frá 1955[breyta frumkóða]

Ég henti út tölfræði þar sem talið var frá árinu 1955. Hvernig er hægt að halda því fram að tölfræði sé ekki marktæk fyrr en á einhverju ákveðnu ári (nema auðvitað ef það hentar kannski einu ákveðnu liði). Það að deildarskipting hafi fyrst litið dagsins ljós árið 1955 hefur ekkert merkilegra að segja en það að liðum var fjölgað í 10 árið 1977, eða að árið 2008 var liðum fjölgað í 12. Við þurfum ekki tölfræði fyrir sérhverja smávægilega breytingu á deildarkerfinu.

Það að nefna 1955 sem eitthvað töfraár er út í hött, þá spiluðu 6 lið í deildinni, en það spiluðu einnig 6 lið í deildinni árið 1929! Við gætum alveg eins byrjað að telja frá árinu 1929 líka, eða bara gert sér tölfræði frá hverju einasta ári.

Oft er það nefnt hversu fá lið voru til þegar deildin var að stíga sín fyrstu skref. Það er ekki liðunum sem þó voru byrjuð að iðka knattspyrnu að kenna að ekki voru til fleiri lið. Og jafnvel þó að önnur lið hefði verið til hefðu þau þá endilega unnið þau lið sem voru byrjuð að iðka knattspyrnu á þessum tíma? Hversu góð voru þau lið, hefðu þau getað staðið sig með ágætum í evrópukeppni hefði hún verið fyrir hendi? Þetta eru spurningar sem fáir sem engir geta svarað.

Þetta er einhver taktík sem Skagamenn hafa verið að nota lengi og FH-ingar nýlega líka til að fegra sína menn enn frekar, en afrek þeirra eru nógu glæsileg fyrir til þess að þurfi að gera eitthvað minna úr öðrum liðum. Langbest er að telja frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Vinsamlegast spjallið við mig hérna fyrst áður en þið setjið þetta inn aftur. Hlynz 27. júní 2011 kl. 19:27 (UTC)