Spjall:Öfgahægristefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Greinin ber keim af frumrannsóknum og er uppfull af sleggjudómum, sem sennilega stafar af nýliðnum voðaverkum í Noregi. - Ég legg til að hugtakið verði nefnt í greininni hægristefna og þessari grein eytt!Thvj 25. júlí 2011 kl. 09:17 (UTC)

Sleggjudómum? Ég mælist til þess að þú lesir greining öfgahægristefnunnar á hinum tungumálunum. --194.144.212.210 25. júlí 2011 kl. 14:04 (UTC)
Ég bendi á textabrot, tekið úr greininni, sem segir mér allt sem segja þarf um wiki-markverðleika greinarinnar: Hugtakið hefur verið notað af stjórnmálaskýrendum til að útskýra öfgafulla hægristefnu, stundum á nokkuð óvísindlegan hátt. Thvj 25. júlí 2011 kl. 14:08 (UTC)
Og hvað þá með þessi hugtök, hafa menn ekki kastað þeim fram óvísindalega: Kommúnisti, Feministi, afturhaldssinni, nasisti, fasisti osfrv? Þetta eru flest allt vel útskýrð hugtök - kannski vegna þess að þau eru eldri - en fólk notar þessi orð á mjög óvisindalegan hátt. Hversu oft heyrir maður t.d. ekki orðinu kommi slengt fram í tíma og ótíma, rétt einsog menn vita ekki hvað orðið þýðir. Tala um krata sem komma osfrv. Og samt er skilgreiningin til. En það er notkun almennings á orðinu, viðurkenni það. Orðið öfgahægristefna er samt til, en þar sem hugtakið er nýtt og skilgreining dálítið laus í reipunum, þá er ekki þar með sagt að hugtakið sé ekki notað - og mun fæðast betur og betur á næstu misserum - trúðu mér. Þetta var því upphaf, og því var þessi setning sem þú tiltekur höfð með. Hún útilokar ekki allt hitt. --89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 15:17 (UTC)
Jú, menn hafa kastað ýmsu fram að lítt athuguðu máli, en spurningin er hvað af því á heima á alfræðivef. Að skeyta "öfga" við stjórnmálastefnur segir ekki mikið, annað en að "öfgamenn eru öfgafullir", óháð því hvað hugmyndafræði þeir aðhyllast. Ef þessi grein fær að standa fyndist þér þá einnig við hæfi að stofna greinarnar "öfgakommúinstar" eða "öfgafemínistar"? - Mikilvægt er að greinarnar á Wikipediu hafi alfræðigildi, en séu ekki eingöngu orðabókarskilgreiningar, t.d. öfgamaður, er maður með öfgafullar skoðanir.Thvj 25. júlí 2011 kl. 17:27 (UTC)
Viltu þá ekki útiloka allar greinarnar á öllum hinum tungumálunum? --89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 17:35 (UTC)
Ég skipti mér ekki af því. Skrifa eingöngu á þeirri íslensku. Thvj 25. júlí 2011 kl. 17:50 (UTC)
Og hvernig færðu það út að þessi skilgreining sem liggur fyrir sé jafn einfeldningsleg og orðabókarskilgreining ÁrnaBö?--89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 17:38 (UTC)
Með því að lesa greinina, sem er uppfull af vangaveltum og sleggjudómum og segir því í raun ekki neitt, nema að "öfgamenn séu öfgafullir", sem er reyndar óumdeilt en hefur ekkert vægi á alfræðivef. Thvj 25. júlí 2011 kl. 17:50 (UTC)
Það eru engin rök í máli þínu, þú ferð í gegnum þig og spúir moðreyk. Sýnir ekki fram á neitt, en hrópar eldur eldur! Ég skil þig ekki. --89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 17:54 (UTC)
Allt í lagi, en vertu þá ekki að eyða púðri í þras hér á spjallinu. Ég skora á þig að endurskrifa greinina frá grunni og reyna að koma með dæmi máli þínu til stuðnings. Ekki skaðar að bæta við heimilda- og tenglaskrá, ef þí finnur eitthvað bitastætt. Hins vegar vil ég lyfta fingri til viðvörunar, því ég óttast að ef textinn er ekki vandlega framsettur megi draga þá ályktun að "allir öfgamenn séu hægrimenn", sem vonandi var ekki ætlunin. Thvj 25. júlí 2011 kl. 18:07 (UTC)
Mamma mía, ertu ekki vel læs? Það stendur öfgahægristefna. Það er líka til öfgavinstristefna. Legg til að þú skrifir um hana. --89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 18:20 (UTC)
"Mamma hvað?" Skil ekki bofs í hvað þú ert að segja, en ég hef reyndar fengið mig fullsaddan af hverskyns öfgum og af og frá að ég muni stofna neinar greinar um öfgastefnur. - Frekar vil ég eyða þeim óskiljanlegum greinum um slíkt sem til eru. Thvj 25. júlí 2011 kl. 18:29 (UTC)
Mig langar að spyrja: Eru fleiri þarna úti sem hugsa einsog Thvj í þessum efnum? Þeas að greinar um öfgastefnur eigi ekki að vera til af því viðkomandi er á móti öfgum!!! --- Eða hafa eitthvað út á upphaf þessarar greinar að setja (sem ekki er hægt að laga þeas)?--89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 18:34 (UTC)
Með þínum rökum gæti ég mögulega ályktað að þú værir hlynntur öfgum, en ég mun ekki gera það ;) Thvj 26. júlí 2011 kl. 11:36 (UTC)

Ég myndi segja að eðlilegri titill á svona færslu væri eitthvað á borð við "úthægristefnur" eins og er á öðrum málum. Öfgahæfristefna hljómar svolítið eins og ákveðin stefna sem eigi sér stofnanda, fremur en safnheiti.Snæfarinn 25. júlí 2011 kl. 18:42 (UTC)

Snæfarinn gæti hafa hitt naglann á höfuðið: samheiti yfir ýmsar öfgastefnur, kenndar við hægrimenn. Thvj 26. júlí 2011 kl. 11:36 (UTC)
Lesið ykkur til hér. Hugtakið er til og er mikið notað. Þeas öfgahægri...forskeytið. --89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 18:58 (UTC)
Á dönsku er fyrirbærið kallað: Højreekstremisme, þýsku: Rechtsextremismus, spænsku: Extrema derecha, förnsku:Extrême droite, ítölsku: Estrema destra osfrv. Og hvernig þýða íslendingar extreme í pólitísku samhengi? sem öfga, það er hófleysi í afstöðu eða viðbrögðum...--89.160.147.231 25. júlí 2011 kl. 19:03 (UTC)
Orðið "öfgahægrið" er vissulega notað, en spurningin er um merkingu eða getur verið að merkingin sé mjög háð þeim sem tekur það sér í munn þ.a. illmögulegt sé að skilgreina hugtakið? Hvað með orðin "íhaldsblók", "kommatittur", "afturhald" o.s.frv., sem mundu fremur flokkast sem "upprópanir" eða "skammaryrði" eða finnst ykkur að þau orð "markverð" á þann hátt að þau verðskuldi grein á alfræðivef? - Minni enn á tillögu Snæfarans um að hugtakið sé í raun samheiti, sem sumir mundu e.t.v. kalla "ruslakistu"! Thvj 26. júlí 2011 kl. 11:36 (UTC)
Hvað viltu Thvj? Að orðið öfgahægristefna sé þurrkað út úr hugum manna með ljóskubbum óminnis einsog þeir notuðu í Menn i svörtum fötum? Þurrkað út jafnvel þó það sé notað dagsdaglega í yfirveguðum umræðum - og auðvitað til í öllum helstu tungumálum heimsins? Hver er hneigð þin með þessu moldviðiri þínu? ég skil þig ekki? Ég skil ekki rökfræði þína og ef ég skil hana ekki eftir næstu færslu - og ég myndi helst vilja fá rökleiðslu þína í stafliðum - þá nenni ég þessu spjalli ekki lengur. Er algjör tímaeyðsla af því þú sannar ekkert með því að tromma upp með hugtök einsog kommatittur og önnur slík orð. þetta er tvennt ólíkt og ef þú sérð það ekki, þá veit ég ekki hvað. Þetta er einsog munurinn á Ofviðri og skítaveðri. Ofviðri er nokkuð skilgreinanlegt skv. veðurfræðinni, skítaveður ekki. --194.144.212.210 26. júlí 2011 kl. 12:06 (UTC)
Ég vil að þeir, sem tjái sig hér „andi með nefinu“, eins og það er kallað og haldi sig við efnisatriði umræðunnar, en forðist að grípa til upphrópana, fúkyrða og persónuárása! Óskandi er að við reynum eftir megni að bæta greinar, sem hægt er að bæta, en eyði þeim sem aldrei verða almennilegar alfræðigreinar. Þessi grein, eins og hún stendur nú, nær því miður ekki flugi, en má hugsanlega bæta þ.a. hún verði wiki-tæk.
Tillaga: Hægriöfgastefna er samheiti yfir ýmsar öfgastefnur, sem bornar eru fram af einstaklingum eða hópum á hægrivæng stjórnmálanna. Fylgjendur telja jafn vel að réttlæta megi ofbeldi til að ná fram hugmyndafræðilegum markmiðum sínum. Dæmi: .....". Thvj 26. júlí 2011 kl. 16:24 (UTC)
Inngangur er of loðinn og jafn vel villandi, en þar segir .. haft um pólitík sem iðkuð er yst á hægri væng stjórnmála, sem þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn sé öfgahægriflokkur, þar sem segja má að pólitík á Íslandi er ekki er „iðkuð“ „utar“ á „hægri vængnum“. Thvj 29. júlí 2011 kl. 19:22 (UTC)