Spjall:Óskháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þessi svokallaði sérstaki óskháttur („friður veri með þér Jóna“) er alls enginn óskháttur. „Veri“ er að sjálfsögðu í viðtenginarhætti, hins vegar er notkun hans sú sem á latínu myndi kallast coniunctivus ptativus — viðtengingarháttur óskarinnar; en það er samt ekki óskháttur enda er orðið í viðtengingarhætti, það er ekkert sérstakt form fyrir óskhátt í íslensku. --Cessator 9. mars 2010 kl. 02:44 (UTC)

Sagnmyndin ‚veri‘ er sögð í óskhætti í færslu Íslensku orðabókarinnar frá árinu 2006 um tengisögnina ‚vera‘:
vera [...] vh.nt. (einnig veri sem ‚óskháttur‘) [...]
Einnig er minnst á þetta í Íslenskri orðhlutafræði eftir Eirík Rögnvaldsson frá árinu 1990 en þar stendur á blaðsíðu 91:
„Það er auk þess sérstakt fyrir vera, að hún hefur einnig reglulegan viðtengingarhátt eða öllu heldur óskhátt; fari hann og veri.“
--バルドゥル 9. mars 2010 kl. 03:37 (UTC)