Spjall:Ólafur Thors

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Forsætisráðherra í 11 ár??[breyta frumkóða]

Efst á síðunni um Ólaf Thors er sagt að hann hafi verið forsætisráðherra í samtals 11 ár. Það getur ekki staðist miðað við þau gögn sem ég hef séð. Á wiki-síðunni Forsætisráðherra Íslands er sagt að Ólafur hafi setið samtals í 3.435 daga eða rúmlega 9 ár. Miðað við wiki-síðuna Forsætisráðherrar á Íslandi, þar sem þeir eru taldir upp í tímaröð, telst mér til að ef Ólafur hefði ekki verið 115 daga í veikindaleyfi í lok ársins 1961 þá hefði hann setið nákvæmlega 10 ár. Ég legg til að annað hvort verði sagt að hann hafi verið forsætisráðherra í tæp 10 ár eða í um það bil 10 ár. --EinarSA (spjall) 10. mars 2013 kl. 23:27 (UTC)

Vel athugað. Ég hef breytt inngangsorðum í samræmi við ofangreindar athugasemdir. --Jabbi (spjall) 11. mars 2013 kl. 10:37 (UTC)