Spjall:Íslenska stafrófið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Það er með öllu óskiljanlegt að tala um að c, q, w og meira að segja z séu ekki hluti íslenzks stafrófs. Þessir stafir eru ekki notaðir í venjulegum íslenzkum orðum, en í mörgum nöfnum og eru augljóslega hluti stafrófsins, þar sem grískir stafir eru t.d. ekki. Þessi vitleysa gengum svo langt að alþjóðleg tákn mælieininga eru afbökuð cm veður sm og hver veit hvað verður um W (vatt). Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 130.208.195.254 (spjall) · framlög

„Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w." Af Vísindavef Masae (spjall) 8. mars 2012 kl. 20:16 (UTC)
Í sama svari af Vísindavefnum segir „Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir“ þótt tekið sé fram að tilmæli Íslenskrar málstöðvar séu nýrri. Íslensk málstöð er samt á hálum ís, verður að játast. Það er staðreynd, hvað sem þeir segja, að við notum þessa stafi til að rita eitt og annað (t.d. C-vítamín en ekki Sévítamín eða S-vítamín!) og ekki síst eiginnöfn bæði útlendinga (Clinton en ekki Klinton/Slinton) og Íslendinga! --Cessator (spjall) 9. mars 2012 kl. 00:50 (UTC)
Tja, við teljum samt ekki ë til íslenska stafrófsins þótt til sé eftirnafnið Zoëga á Íslandi. Annars er þetta tiltölulega smávægilegt mál: hvað felst í setningunni "hvaða stafir tilheyra íslenska stafrófinu?". Þá þarf væntanlega að skoða hvað er "íslenskt" stafróf. Það hlýtur að vera jafn-arbitrary og að segja að íslenskur skuli ritað svo en ekki "íslenzkur". Þetta er sum sé bara ákvörðun einhverrar nefndar úti í bæ, sem hefur ekkert að gera með "eðli íslenskrar tungu" - í raun samjafnanlegt við landaheitin margumtöluðu. --Akigka (spjall) 9. mars 2012 kl. 05:04 (UTC)
En ë er ekki stafur, ekki heldur í nafninu Zoëga. Þarna er tvípunkturinn (¨) notaður, eins og svo oft, til að gefa til kynna að seinni sérhljóði sé borinn fram óháð fyrri sérhljóða, þ.e.a.s. ekki sem tvíhljóð. Þetta er allt önnur notkun tvípunktsins (¨) heldur en í stafnum okkar ö eða í sænska stafnum ä. Í latínu er t.d. ekki til neinn stafur ë en þar er til tvíhljóðinn oe. Í sumum orðum raðast samt sérhljóðarnir o og e saman en mynda ekki tvíhljóð, t.d. í orðinu poeta (skáld) og er það þá stundum gefið sérstaklega til kynna með tvípunkti yfir seinni sérhljóðanum, svona: poëta. Þetta er það sem tvípunkturinn gerir í nafninu Zoega (sem er einnitt ekki borið fram Zojga eða Zöga). --Cessator (spjall) 9. mars 2012 kl. 12:33 (UTC)
Ágætlega athugað. Það sem ég vildi samt segja er að þótt við skrifum ýmis lánsorð og erlend nöfn með sérstöfum (t.d. Slavoj Žižek) þá þýðir það ekki að þeir stafir séu hluti af íslenska stafrófinu. Mér finnst þetta bara vera upp á íslenska málnefnd komið að ákveða, alveg eins og landaheitin, því það er ekki með góðu móti hægt að velja og hafna á grundvelli einhvers annars en venju og hefðar, eða reglna málnefndarinnar. Í ítölsku eru k og j t.d. hluti af stafrófinu af því þeir eru notaðir í erlendum tökuorðum og nöfnum. Hins vegar eru ž og ł ekki hluti af ítalska stafrófinu þótt hið sama gildi í raun um þessa stafi: þeir eru notaðir til að rita erlend orð. --Akigka (spjall) 9. mars 2012 kl. 13:32 (UTC)
Gott og vel. En þessir fjórir stafir (eða alla vega c, w og z) eru líka notaðir til að skrifa nöfn Íslendinga, hverra nöfn eru þannig skráð í Þjóðskrá. Þá finnst mér Íslenskri málstöð varla stætt á að segja þeim Íslendingum að nöfn þeirra séu samt rituð aðeins öðruvísi á „íslensku“. Auk þess er munur á c, q, w, z annars vegar og öðrum stöfum eins og ž og ł, sem þú nefnir, og hann er sá að við skrifum svo miklum mun oftar c, q, w, z, í erlendum nöfnum en nokkurn tímann ž og ł. Það er varla hægt að bera það saman. Íslensk dagblög skrifa undantekningarlaust „Clinton“ (og ég meina undantekningarlaust, ég efast um að það sé svo mikið sem ein undantekning) en á hinn bóginn myndu þau vafalaust flest skrifa Zizek frekar en Žižek. --Cessator (spjall) 9. mars 2012 kl. 14:14 (UTC)
Sænskt ä kemur líka fyrir í íslenskum ættarnöfnum, og ég held að íslensk dagblöð riti sænsk nöfn með ä þannig en ekki með a og sömuleiðis dönsk nöfn með å þannig en ekki með a, sömuleiðis Hótel Volkswagen en ekki Volksvagen. Þetta gerir stafina ä, å og w samt ekki að kandídötum í íslenska stafrófið. Við getum svo auðvitað vísað í nýlega hefð, en á það ber líka að líta að það hafa verið felldir út stafir áður, t.d. langa s-ið, svo hefðin er ekki augljóslega ekki lög. --Akigka (spjall) 9. mars 2012 kl. 14:34 (UTC)
Hér hefði Íslensk málstöð geta gert eins og orðabókin og sagt að um „viðbótarstafi“ væri að ræða, sem notaðir eru til að rita nöfn af erlendum uppruna (annahvort erlend nöfn Íslendinga eða nöfn útlendinga) og sitthvað fleira, eins og C-vítamín (sem heitir ekki Sévítamín eða S-vítamín á íslensku). Og de facto eru þetta auðvitað viðbótarstafir íslenska stafrófsins. Kannski jafnvel ä, å líka. --Cessator (spjall) 9. mars 2012 kl. 15:12 (UTC)
Ég er alveg forstokkaður í þessu máli. Ég lít svo á að íslenska stafrófið hafi 36 stafi eins og þeir voru þegar ég lærði það. Engu máli skiptir þó að stafirnir c, q, w og z séu ekki notaðir við ritun almenns íslensks máls, þeir eru samt sem áður alveg nauðsynlegir í stafrófinu af því sem nú skal greina: Stafróf hefur að mínu mati eitt hlutverk eingöngu. Það er að tilgreina nákvæmlega hvar í röðinni sérhver stafur á sæti. Þetta er til þess eins að unnt sé að raða orðum og nöfnum í "rétta" röð. Eins og hin mjög svo vanhugsaða ákvörðun málnefndar kveður á um, eiga þessir áminnstu stafir ekki heima í íslenska stafrófinu. Það felur það í sér að ekki er hægt að raða nöfnum eins og Carl, Cesil, Christian, Camilla, Carmen, Clara, Walter, William, Zakarías, Zophonías og mörgum fleirum í rétt sæti án þess að leita til erlendra stafrófa. Samt eru þessi nöfn öll skráð sem "íslensk". Þar við bætast fjöldamörg fyrirtæki með alþekkt nöfn, sem ég nenni þó ekki að hefja upptalningu á. Það er tvennt ákaflega ólíkt hvort tiltekinn stafur er notaður almennt í stafsetningu málsins eða hitt hvort hann á skilgreint sæti í stafrófinu. Við þurfum svo ekkert að flækja þessa umræðu með frönskum, pólskum og tékkneskum stöfum eða jafnvel úr ennþá meira framandi málum.--Mói (spjall) 11. mars 2012 kl. 15:14 (UTC)
Já, framandi málum eins og sænsku og dönsku :) En ég skil hvað þú átt við. Í ítölsku eru k, j, w og y hafðir með og stundum kallaðir "erlendir stafir". Ég vildi bara benda á að val þessara aukastafa er í raun abritrary, byggir í raun bara á ákvörðun. Þeir eiga ekkert meira rétt á sér en t.d. ä, å, ø eða jafnvel ß. --Akigka (spjall) 11. mars 2012 kl. 15:39 (UTC)
Arbitrary, já, en samt ekki alveg. Heitir einhver Íslendingur nafni, sem skráð er í Þjóðskrá með ß? Hveru algengt er að við notum c, q, w, z, til að skrifa erlend nöfn? Og hveru algengt er að við notum ä, å, ø? --Cessator (spjall) 11. mars 2012 kl. 16:11 (UTC)
Allir þessir stafir eru til í nöfnum Íslendinga, þótt það sé raunar oftast í ættarnöfnum af erlendum uppruna. Ástæða þess að við notum c, q, w og z oftar en t.d. ä eða å (ef það er þá raunin) væri væntanlega sú að fyrrnefndu stafirnir fjórir eru notaðir í heimsmálinu ensku, en þeir síðari tveir aðeins í Norðurlandamálum og þýsku. --Akigka (spjall) 11. mars 2012 kl. 17:23 (UTC)
Annars mætti alveg bæta sögukafla inn í þessa grein og segja þá frá breytingum á stafrófinu: hvenær það var samræmt og hvernig það hefur þróast o.s.frv. Þ.e. ef einhver hefur þekkingu til. --Akigka (spjall) 11. mars 2012 kl. 17:39 (UTC)
Góð hugmynd að bæta við sögukafla. Á undir kaflaheitinu Stafrófsröð í Símaskránni er röðin svona: „A/a, Å/å, Ä/ä, Á/á, B/b, C/c, D/d, Ð/ð, E/e, É/é, F/f, G/g, H/h, I/i, Í/í, J/j, K/k, L/l, M/m, N/n, O/o, Ó/ó, P/p, Q/q, R/r, S/s, T/t, U/u, Ü/ü, Ú/ú, V/v, W/w, X/x, Y/y, Ý/ý, Z/z, Þ/þ, Æ/æ, Ö/ö, Ø/ø" Masae (spjall) 11. mars 2012 kl. 20:46 (UTC)

Langar að benda á eina staðreynd í tengslum við þessaágætu umræðu sem hér er orðin eins og hálfs árs gömul. Ég vil benda "brottfellingarsinnum" (þ.e. þeim sem villja fella c, q, w og z út úr stafrófinu) á það að Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ósammála Íslenskri málstöð um stafrófið. Á slóðinni http://www.arnastofnun.is/page/stafrof er pdf skjal, tímasett í apríl 2011, sem hefst þannig:

Stafróf og stafrófsröð Íslenska nútímastafrófið a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö

Bara ábending til fróðleiks. Þetta er stafrófið eins og ég vil hafa það og er ekki einn um.--Mói (spjall) 27. nóvember 2013 kl. 18:32 (UTC)

Hér er ég sammála þér. Enda hafa íslenskar stafsetningarorðabækur meira að segja færslur sem hefjast á þessum stöfum. En er samt ekki Íslensk málstöð runnin saman við Árnastofnun? --Cessator (spjall) 27. nóvember 2013 kl. 21:19 (UTC)

Gunnar Pálson, J og V[breyta frumkóða]

Í stafróf Gunnars Pálssonar vantar J og V. Þar er orðið ritað 'Hjá' sem 'Hiá', gott og vel. Í næsta erindi vantar stafinn V þrátt fyrir að erindið endi á orðinu 'tvø'. Nú spyr leikmaður, fær þetta staðist?

Getur kannað það sjálf/ur. Bókin er aðgengileg á Bækur.is. --Akigka (spjall) 3. nóvember 2012 kl. 20:04 (UTC)
Takk fyrir. Þetta er a blaðsiðu 18. Á blaðsíðu 17 er stafrófið upptalið, þar koma J og V fyrir inni í sviga fyrir aftan I og U. Þetta er væntanlega latínu ritháttur? Þarna eru fleiri tákn í svigum, td. tvær aðrar útfærslur á S og svo tákn sem ég þekki ekki fyrir aftan F og K.
Þú athugar að umfjöllunin hér í þessari grein er ekki um stafrófið eins og það kemur fyrir hjá Gunnari, heldur bara stafrófsvísuna. --Akigka (spjall) 4. nóvember 2012 kl. 00:47 (UTC)