Spjall:Íslenska útrásin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Frumrannsóknir[breyta frumkóða]

Ég er ekki viss um að hugtakið „íslenska útrásin“ geti gert tilkall til sérstakrar umfjöllunar nema það sé skilgreint nokkuð nákvæmlega og vísað sé til beinna tilvitnana.... Sagt er að „[segja megi] að hafi hafist nálægt aldamótunum 2000 og kann að hafa lokið í lok september eða byrjun október 2008.“ Segir hver? Hægt er að byggja á þessu rugli sem forseti okkar bullaði í Bretum um árið --Jabbi 17. október 2008 kl. 16:28 (UTC)

Sammála Jabba um að greinin sé frumrannsókn frá upphafi til enda og eigi því ekki heima á Wikipediu. Við skulum láta sagnfræðinga næstu ára um að skilgreina hugtakið með aðferðum sagnfræðinnar! Thvj 17. október 2008 kl. 19:57 (UTC)
Uh.. frumrannsókn er nú kannski fulldjúpt í árina tekið, er það ekki? Mér finnst það alveg duga til að réttlæta grein með þessu heiti, að útrásin hefur verið svo mikið í umræðunni sem slík, þ.e. undir þessu heiti. Það er alveg hægt að finna urmul dæma um notkun hugtaksins. --Vésteinn 17. október 2008 kl. 20:41 (UTC)
Útrásin og útraśarvíkingar eru svo sannarlega hugtök sem notuð eru í íslensku samfélagi. Ef fólk finnur einhverjar heimildir eða nær að orða þetta betur þá finnst mér þessi grein svo sannarlega eiga það skilið að vera hérna. --Baldur Blöndal 17. október 2008 kl. 21:40 (UTC)
Ef ekki finnast heimildir er um frumrannsókn að ræaða. - Sorrý :( Thvj 17. október 2008 kl. 22:31 (UTC)
„Íslenska útrásin að stöðvast?“ (mbl.is), „Íslenska útrásin“ (fyrirl. á vegum FVH), „Íslenska útrásin fjarar út“ (ruv.is), „"Þetta er ekki þér að kenna, Jón Trausti!"“ (DV (orðanotkun: íslenska útrásin; útrásarvíkingar)), „Silfur Egils“ (visir.is (orðanotkun)), „Óforsjálni og heimskreppa“ (visir.is (orðanotkun)) o.s.frv. Það má eflaust finna margt fleira á netinu og eins í blöðunum og í sjónvarpsefni. --Cessator 17. október 2008 kl. 23:14 (UTC)
Flott, þá er bara að vísa í þetta --Jabbi 17. október 2008 kl. 23:25 (UTC)
Einmitt, leggjast í smá heimildavinnu og reyna að finna út hvað átt er við með orðinu ;o) Thvj 17. október 2008 kl. 23:53 (UTC)
Þetta lyktar óþægliega mikið eins og frumrannsókn. Ég held ég segi eyða. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. október 2008 kl. 00:01 (UTC)
Þetta er nú tiltölulega afmarkað hugtak eins og það er notað í fjölmiðlum. Á við umsvif íslenskra fyrirtækja í útlöndum sirka síðustu þrjú árin eða svo. Það er vel hægt að skrifa grein um þetta sem byggist á samtímaheimildum án þess að það séu frumrannsóknir. --Bjarki 18. október 2008 kl. 00:26 (UTC)