Spjall:Íslendingabók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vefnum er með litlum staf er það ekki? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:42, 25 nóv 2004 (UTC)

Mín fyrsta tilfinning er sammála Ævari um að þetta eigi að vera með litlum staf en kannski má halda því fram að þetta sé sérnafn sem eigi að skrifa með stórum staf þar sem þetta er heitið á þessu afmarkaða og einstaka fyrirbrigði (það er bara einn Veraldarvefur eftir því sem ég best veit, mér gæti skjöplast með það). Ég treysti mér ekki til að segja hvort það sé rétt eða rangt að hafa þetta með stórum. --Bjarki Sigursveinsson 16:39, 25 nóv 2004 (UTC)
Annars er talað um Lýðnet ef það er verið að reyna þýða Internet. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:43, 25 nóv 2004 (UTC)
Ekki eru nú allir sammála um það. Mogginn reyndi að koma Alnet í almenna notkun án mikils árangur. :) --Bjarki Sigursveinsson 16:45, 25 nóv 2004 (UTC)
Ég er bara að vitna í rit Íslenskrar Málanefndar, flestir þýða Internet ekki, en ef við ætlum að gera það finnst mér Lýðnet við hæfi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:47, 25 nóv 2004 (UTC)
Það er Internetið ekki Lýðnetið, það hugtak er alls ekki í almennri notkun hvað sem málnefnd segir (sem má benda á að hefur enginn völd yfir íslensku máli frekar en þú og ég). Annars er verið að tala um hvort orðið vefurinn eigi að vera með stórum staf inni í miðri setningu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:14, 25 nóv 2004 (UTC)
Ef þetta er sérnafn, þýðing á Internet þá er þetta auðvita með stórum staf, ég þykist nokkuð viss að það hafi verið hugmyndinn þarna. Ég var hinsvegar að benda á, að við ætluðum að notast við íslenska þýðingu á Internet þá þætti mér sniðugast að tala um Lýðnet (ég s.s. hugsa ekki um Internetið sem íslenska þýðingu, þótt það sé gott og gilt). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:22, 25 nóv 2004 (UTC)
Nei Vefurinn er ekki þýðing á Internet heldur á World Wide Web sem er hluti af Internetinu en ekki samheiti fyrir það. --Bjarki Sigursveinsson 18:06, 25 nóv 2004 (UTC)
Er Veraldarvefurinn ekki hæfilegra nafn á "World Wide Web" í skrifuðu máli? Vefurinn getur orðið ruglingslegt sbr: "Vefurinn wikipedia er á opinn öllum, vefurinn er á Vefnum."
Já í setningunni sem þú tekur sem dæmi er þetta mjög óskýrt en ég held að þetta sé ekki vandamál í þessu tilviki, þó að það sé ekki verra að hafa þetta jafnvel enn skýrara. --Bjarki Sigursveinsson 19:22, 25 nóv 2004 (UTC)
Bara eins og mér finnst: Það er engin þörf á að líta á þetta (vefurinn, lýðnetið, alnetið, .....) sem sérnafn og skrifa það með stórum staf. Ekki frekar en Himinninn og Sjórinn og fleira slíkt, sem í raun er bara til eitt af. En eins og allir sjá hér er bara kjánalegt að skrifa það með stórum staf. --Moi 21:39, 25 nóv 2004 (UTC)