Spjall:Á (landslagsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Mér finnst vera stigsmunur á á og fljóti alveg eins og á læk og á. Í gríni (og alvöru) má segja að málkennd mín (sem er auðvitað ekki hæstiréttur, en ég deili þó með mörgum í þessu tilviki) leyfi „stigbreytingu“ orðsins lækur, þannig: lækur - á - fljót. Vatnsföll, sem heita fljót eru að jafnaði mun vatnsmeiri en þau sem heita á og ár eru að jafnaði vatnsmeiri en lækir eða kílar. Því finnst mér að taka ætti tilvísun frá Fljót til Á (landform) út. --213.190.107.34 21. okt. 2005 kl. 19:09 (UTC), sem er --Mói 21. okt. 2005 kl. 19:11 (UTC)

Væri ekki best þó að hafa eina grein um þetta, og taka bara fram að flestar stærstu ár séu kallaðar fljót?--Sterio 21. okt. 2005 kl. 19:52 (UTC)

Landform[breyta frumkóða]

Hvaðan kemur þetta orð? er þetta ekki enska?--85.197.210.44 16. maí 2008 kl. 13:29 (UTC)

Landform er þýtt sem landslagsþættir í orðabók Eddu. Og væri þá kannski sniðugast að hafa það í eintölu. --85.197.210.44 16. maí 2008 kl. 13:31 (UTC)

Einhver sem veit hvaðan þetta orð landform er tekið, úr hvaða riti? Það er ekkert um þetta í orðabankanum, ég finn þetta hvergi í orðabókum, aðeins í ensk-enskri. Það er eitt dæmi í Orðabók Háskólans, úr Náttúrufræðingnum 1958, en gæti verið enskt orð sem hafi verið orðtekið þaðan fyrir mistök. Hef rekið mig á slík dæmi. Að mínu viti er þetta hryllilegt orð. Landform gæti þýtt útlit landmassa á landakorti, en ekki það sem það þýðir hér. Hvað segið þið? --85.220.86.68 20. maí 2008 kl. 22:34 (UTC)

Enn og aftur: Landform????--85.220.89.229 12. júlí 2008 kl. 22:42 (UTC)

Hvað segirðu, viltu láta færa þetta á Á (landslagsþáttur)? Óþjált dálítið, en það verður að hafa það. — Jóna Þórunn 12. júlí 2008 kl. 22:45 (UTC)

Nei, afhverju ekki bara á (landslagsþáttur), sbr.: [1]. Ekki svo óþjált, þú átt bara eftir að venjast því. Landform segir ekki neitt, og er enska. --85.220.89.229 12. júlí 2008 kl. 22:50 (UTC)

Og var að sjá að landform er útum allt á íslensku Wikipediu. Hvaðan kemur þetta? hver byrjaði að nota þetta eiginlega? Landslagsþáttur er líka hérna: [2] --85.220.89.229 12. júlí 2008 kl. 22:54 (UTC)

Afhverju vatnsform?--85.220.89.229 12. júlí 2008 kl. 23:02 (UTC)

Ég notaði þetta orð sem þýðingu á enska orðinu landform eftir að hafa séð það einhverstaðar. Ef þið leitið af þessu á vefsíðum á íslensku sést t.d. einhver notkun á háskólavefnum þannig ég var örruglega ekki sá fyrsti til að nota orðið í þessu samhengi. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. júlí 2008 kl. 23:56 (UTC)