Óðmenn - Spilltur heimur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Spilltur heimur)
Spilltur heimur
Bakhlið
SG - 546
FlytjandiÓðmenn
Gefin út1970
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnDerek Wadsworth
Hljóðdæmi

Óðmenn er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Óðmenn tvö lög. Hljóðritun fór fram í Olympic Sound Studios í London. Tæknimaður, George Chris. Umsjón með hljóðritun (producer), Derek Wadsworth. Ljósmynd á umslagi, Sigurgeir Sigurjónsson.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Spilltur heimur - Lag - texti: Jóhann Jóhannsson
  2. Komdu heim - Lag - texti: Jóhann Jóhannsson


Spilltur heimur[breyta | breyta frumkóða]

Við lifum öll í spilltum heimi', sem gefur engum grið, þar sem
samvizka er engin til og lítil von um frið, þar sem tortryggni og
sjálfselska sér eiga engin mörk, þar sem jafnrétti og bræðralag eru
orð á hvítri örk.
,,Bísness"-menn þeir vilja stríð svo seljist þeirra vopn, af þeirra
völdum er heimurinn sem skíðlogandi ofn, og saklaust fólk fyrir
þeirra náð er myrt eða svelt í hel, en hvaða máli skiptir það
meðan okkur líður vel.
Við Íslendingar erum þjóð, sem þolir ekki blóð, látum hundraðkall
í sjóð og teljum okkur góð, og allar þjóðir eru eins — þær hugsa
bara um sig, og sömu sögu er hægt að segja bæði um þig og mig.
Því þetta er spilltur heimur, spilltur heimur, já, þetta er spilltur
heimur, spilltur heimur.


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Hljómplata þessi er að mörgu leyti einstök í sinni röð. Fyrst er að geta þeirra er leika og syngja á henni, þeirra Óðmanna, Jóhanns Jóhannssonar, sem leikur á bassagítar, Finns Stefánssonar, sem leikur á gítar, og Ólafs Garðarssonar, sem leikur á trommur. Þó að þeir félagar hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði, þá hefur leikur þeirra og söngur engu að síður vakið slíka athygli, að það er talið með því allra bezta af þessu tagi á Íslandi. Hljóðritun plötunnar fór fram í einu fullkomnasta hljóðritunar-,,stúdíói" í London og er þetta í fyrsta skipti, sem íslenzk hljómsveit fer utan til að hljóðrita tveggja laga plötu. Þá ber þess jafnframt að geta, að hér er um stereo-hljóðritun að ræða, sem er algjör nýjung á íslenzkri tveggja laga plötu. Umsjón með hljóðritun hafði ungur brezkur tónlistarmaður, Derek Wadsworth, sem m.a. er kunnur fyrir hljóðfæraleik og hljómsveitarstjórn í söngleiknum „Hair", sem um þessar mundir er sýndur í London.

Ýmislegt fleira mætti segja um þessa einstæðu hljómplötu, en nú skal staðar numið, því platan sjálf, tónlist Óðmanna, segir sannast sagna allt sem segja þarf.