Sparisjóðskreppan í Bandaríkjunum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Saving&Loans-sparisjóðskreppan á níunda og tíunda áratugnum í Bandaríkjunum var fall um 747 S&L sparisjóða af 3,234 S&L sparisjóðum í Bandaríkjunum. Kreppan kostaði bandarískan almenning gríðarlega fjármuni. Árið 1995 var áætlað að Sparisjóðskreppan hefði kostað um 87,9 milljarða Bandaríkjadala.

Saga S&L Sparisjóðskreppunnar[breyta | breyta frumkóða]

Savings&Loans sparisjóðirnir voru stofnaðir í Bandaríkjunum í byrjun 19. aldar. Bankarnir voru að breskri fyrirmynd byggingarfélaga, Building Societies. Savings &Loans sparisjóðirnir svipa til gamla sparisjóðskerfisins. Svæðisbundnir sparisjóðir sem dreifðust um öll Bandaríkin. Meðlimir S&L sparisjóðanna lögðu inn sparifé sitt og greiddu mánaðarlegar greiðslur til svæðisbankans. Helsta markmið Saving&Loans sparisjóðanna var að geyma sparifé meðlima sinna og lána til íbúðarkaupa. Þegar meðlimur var búin að borga reglulega í nokkurn tíma þá gat sá hinn sami sótt um lán til íbúðarkaupa. Lánin voru með lægri vöxtum en hefðbundir bankar buðu og voru yfir lengri tíma. Þetta hentaði meðlimum sjóðanna vel, sem voru flestir úr verkalýðsstétt og gerði þetta kerfi þeim kleift að kaupa hús á viðráðanlegu verði með láni frá sínum svæðisbundna sparisjóði. Kreppan mikla árið 1929 hafði minni áhrif á S&L sparisjóðina en hina hefðbundnu banka. En samt sem áður voru margir sem ekki gátu greitt af lánum sínum. Helstu stjórnendur S&L sparisjóðanna báðu stjórnvöld um aðstoð. Árið 1932 samþykkti bandaríska þingið Federal Home Loan Bank Act og í kjölfarið var stofnaður The Federal Home Loan Bank, sem veitti S&L sparisjóðunum fjármagn til þess að halda áfram að veita lán til meðlima sinna. Árið 1966 var samþykkt Regulation Q sem veitti S&L sparisjóðunum leyfi til þess að greiða hærri vexti en hefðbundir bankar. Frá lokum síðari heimstyrjaldar til sjöunda áratugarins var gullöld Savings& Loans-sparisjóðanna.[1]

Orsakir[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflega kveikjan að vandamálunum sem seinna áttu eftir að verða að kreppu var vaxandi verðbólga á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Sparisjóðirnir sem byggðu innkomu sína á mánaðarlegum leigugreiðslum með fasta vexti, töpuðu því miklum peningum vegna verðbólgunnar. Þegar vinsælt varð að fjárfesta peningum sínum til peningamarkaða vegna hárra vaxta, reyndu sparisjóðirnir að halda samkeppnisstöðu sinni og hækkuðu vexti á innborgunum en gátu síðan ekki staðið undir því.

Í stað þess að láta sparisjóðina fara á hausinn samþykkti þingið lög sem voru til þess fallin að minnka regluverkið í kringum sparisjóðina til þess að svigrúm væri fyrir fleiri gerðir sparireikninga og lána ásamt því að auka vald Sparisjóðanna umtalsvert. Þessi lög voru Verðbréfaskráningarlögin (Depository Institutions Deregulation and Monetary Control Act), Peningamálastjórnarlögin frá 1980 (Monetary Control Act of 1980) og Garn–St. Germain Depository Institutions Act lögin frá 1982 sem gaf sparisjóðunum rými til að hækka vexti á innborgunum. Lögin áttu að ýta undir vöxt sparisjóðanna sem átti að leiða til úrlausnar á þeim vandamálum sem þau stóðu frammi fyrir og auka gróða þeirra ásamt því að stuðla að möguleika fyrir fólk á að eignast sitt eigið húsnæði. Að auki voru mun afslappaðri reglur samþykktar sem gáfu Sparisjóðunum stærra svigrúm til að starfa án strangs eftirlits með fjárhagsstöðu bankanna. Takmörk á lágmarksfjölda hluthafa var þá einnig felld niður. Afleiðingar þess að afnema reglugerðir og minnka eftirlit með sparisjóðunum var að eyða því sem hafði áður aðgreint sparisjóði og viðskiptabanka. Vegna meira svigrúms og minna eftirlits urðu sparisjóðirnir eftirsóknarverðir fyrir viðskiptamenn til að fjárfesta í og græða á. Sparisjóðirnir höfðu einnig meira svigrúm til athafna og tóku því meiri áhættu í fjárfestingum sem að gaf af sér hærri ávöxtun. Gróði sparisjóðanna margfaldaðist og til að nefna dæmi þrefölduðust sparisjóðirnir í Texas og eignir uxu um 50%.[2]

Margar ástæður eru fyrir þeim miklu afleiðingum sem urðu vegna Sparisjóðskreppunnar. Ein þeirra er sú að sparisjóðirnir voru tryggðir af ríkinu þrátt fyrir áhættusamar fjárfestingar sem endaði með að peningar skattgreiðenda voru notaðir í að borga brúsann þegar þeir urðu gjalþrota. Þegar þingið fór í að afnema reglugerðir gleymdist að gera ráð fyrir svikum og var tilhneiging stjórnenda og viðskiptamanna til svika gróflega vanmetin þrátt fyrir að spila stóra rullu í því hvernig fór.

Kreppan stigmagnast[breyta | breyta frumkóða]

Afnám hafta varð þess valdandi að ný tegund sparisjóða varð áberandi, þessir sjóðir voru mun áhættu sæknari og buðu ekki einungis upp á húsnæðislán, bílalán og þvíumlíkt heldur sýsluðu einnig með ruslbréf og voru jafnvel í fasteignabraski og alls kyns spákaupmennsku. Sumir sjóðanna fjármögnuðu sig svo með skuldavafningum, þar sem hinum ýmsu eignum (lánum) var pakkað saman í vörur handa fjárfestum. Sparisjóðatryggingar alríkisins (e. Federal Savings and Loan Insurance Corporation) sinnti heldur ekki skyldum sínum með því að loka þeim sparisjóðum sem voru tæknilega gjaldþrota þess í stað var slakað á ýmsum reglum varðandi reikningshald sjóðanna. Ætlunin var að bjarga þessum stofnunum en þessar ákvarðanir urðu einungis til þess að umfang kreppunnar varð mun meira en ella hefði verið. Um miðjan áttunda áratuginn lækkaði verðbólga ásamt vaxtastigi, einnig lækkaði fasteignaverð verulega og með þessum sviptingum á markaði hrundi viðskiptamódel sparisjóðanna.

Afleiðingar: lagafrumvörp, reglugerðir[breyta | breyta frumkóða]

Sparisjóðatryggingar alríkisins varð gjaldþrota árið 1986. Í kjölfarið var Fjármála-Hlutafélagið (e. Financing Corporation (FICO)) stofnað af bandarískum stjórnvöldum til að endurfjármagna fyrrnefndu stofnunina. Þetta ásamt lögum um jafnræði í samkeppnishæfni fjármálastofnana (e. Competitive Equality in Banking Act) átti að stemma stigu við krísunni sem myndast hafði en hvorugt dugði þó til. Árið 1989 voru svo sett lög sem voru þau viðamestu varðandi sparisjóðakerfið síðan 1930, voru það lögin um framkvæmd endurmótunar og endurheimtunar (e. Financial Institutions Reform, Recovery, and Enforcement Act (FIRREA)). Þessi lög fólu meðal annars í sér uppstokkun á regluverkinu og var valið til að fylgja þessum reglum eftir meðal annars flutt frá Sparisjóðatryggingum alríkisins yfir til Innistæðutryggingar alríksins (e. Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC)). Einnig var ný stofnum var sett á laggirnar til að sjá um að leysa upp þá sparisjóði sem voru gjaldþrota og ná út úr þeim eins miklum verðmætum og mögulegt væri. Eftir kreppuna voru fjöldi manna ákærðir fyrir hvítflibbaglæpi. Eitt þekktasta málið er þegar árið 1989 fimm þingmenn Bandaríkjaþings voru sakaðir um óviðeigandi íhlutun og spillingu sem var ein ástæða Sparisjóðskreppunnar. Þetta voru þingmennirnir Alan Cranston, Dennis DeConcini, John Glenn, John McCain og Donald Ww. Riegle, Jr. Gríðarlegir fjármunir töpuðust á kostnað skattgreiðenda í sparisjóðakreppunni og það þurfti að fást við hinar ýmsu afleiðing fram á níunda áratuginn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. í EH.net Encyclopedia. Skoðað 16. mars 2013.
  2. í Savings and Loans Crisis af About.com. Skoðað 20. mars 2013.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]