Spænski fjársjóðsflotinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spænski fjársjóðsflotinn á mynd frá 17. öld.

Spænski fjársjóðsflotinn (spænska: Flota de Indias) voru skipalestir sem fluttu varning frá Spænsku Vestur-Indíum til Spánar frá 1566 til 1790. Flotinn varð stærstur með fimmtíu skip í lest undir lok 16. aldar. Spænska heimsveldið kom sér upp þessari aðferð til að verjast sjóræningjum sem sóttust mjög eftir að ræna spænsk skip sem fluttu mikið magn góðmálma frá nýlendunum í Nýja heiminum. Á heildina litið tókst þessi aðferð vel, enda var hún notuð í meira en tvær aldir. Fá dæmi eru um að allur flotinn hafi tapast vegna storma eða sjórána, en þegar það gerðist hafði það miklar neikvæðar afleiðingar fyrir efnahag heimsveldisins.

Flök af skipum úr spænska fjársjóðsflotanum eru mjög eftirsótt af fjársjóðsveiðurum.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.