Sororicide
Útlit
Sororicide var íslensk dauðarokksveit sem stofnuð var árið 1989 af Gísla Sigmundssyni söngvara og bassaleikara og Guðjóni Óttarssyni gítarleikara. Sveitin starfaði til 1995 (ásamt endurkomum 2000-2001, 2009-2010 og 2025).
Í byrjun spilaði Sororicide þrass en tónlistin þróaðist fljótt út í dauðarokk. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 1991 undir nafninu Infusoria og vann keppnina. Sama ár kom út breiðskífa sveitarinnar, Entity.