Fara í innihald

Sororicide

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sororicide var íslensk dauðarokksveit sem stofnuð var árið 1989 af Gísla Sigmundssyni söngvara og bassaleikara og Guðjóni Óttarssyni gítarleikara. Sveitin starfaði til 1995 (ásamt endurkomum 2000-2001, 2009-2010 og 2025).

Í byrjun spilaði Sororicide þrass en tónlistin þróaðist fljótt út í dauðarokk. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 1991 undir nafninu Infusoria og vann keppnina. Sama ár kom út breiðskífa sveitarinnar, Entity.