Sonja Sohn
Sonja Sohn | |
---|---|
![]() Sohn við Harvard lögfræðiskólann í apríl 2011 | |
Fæðingarnafn | Sonja Williams |
Fædd | 1964 [1] |
Búseta | Newport News, Virginíu í Bandaríkjunum |
Ár virk | 1996 - |
Helstu hlutverk | |
Lauren Bell í Slam Shakima 'Kima' Greggs í The Wire Samantha Baker í Body of Proof | |
Sonja Sohn (fædd Sonja Williams, 1964[2]) er bandarísk leikkona og ljóðskáld sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Slam, The Wire og Body of Proof.
Efnisyfirlit
Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]
Sohn fæddist og ólst upp í Newport News, Virginíu og er af afrískum-amerískum og kóreskum-amerískum uppruna. Hún stundaði nám í ensku við Brooklyn College.[3]
Sonja á tvö börn af fyrra hjónabandi en hefur síðan 2003 verið gift Adam Plack.
Góðgerðamál[breyta | breyta frumkóða]
Sohn er stofnandi og framkvæmdastjóri reWired for Change samtakanna í Baltimore en markmið þeirra er að ná til ungs fólks sem lifa í hættulegum hverfum borgarinnar.[4] Samtökin eru rekin út frá félagsráðgjafadeild háskólans í Maryland og notar þætti úr The Wire sem kennsluaðferðir.[5] Aðrir leikarar og handritshöfundar The Wire eru stjórnarmeðlimir.[6]
Árið 2011 var hún heiðruð með verðlaununum Kona ársins af Harvard Black Men's Forum.[7]
Ferill[breyta | breyta frumkóða]
Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]
Fyrsta sjónvarpshlutverk Sohn var árið 1998 í sjónvarpsmyndinni Bronx County. Árið 2002 var henni boðið hlutverk rannsóknarfulltrúans Shakima 'Kima' Greggs í lögregluþættinum The Wire sem hún lék til ársins 2008. Frá 2011 til 2012 lék Sohn rannsóknarfulltrúann Samantha Baker í dramaþættinum Body of Proof.
Hefur hún verið með gestahlutverk í þáttum á borð við Cold Case, The Good Wife og Burn Notice.
Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]
Fyrsta kvikmyndahlutverk Sohn var árið 1996 í Work. Árið 1998 lék hún Lauren Bell í kvikmyndinni Slam en hún skrifaði einnig söngtextana og var meðhandritshöfundur að myndinni. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Bringing Out the Dead, Shaft, G og Step Up 2: The Streets.
Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1996 | Work | June | |
1998 | Slam | Lauren Bell | |
1999 | Getting to Know You | Lynn | |
1999 | Bringing Out the Dead | Kanita | |
2000 | Shaft | Alice | |
2001 | Perfume | Dandy | |
2002 | G | Shelly | |
2003 | The Killing Zone | Jennifer | |
2008 | Step Up 2: The Streets | Sarah | |
2012 | The Wire: The Musical | Rannsóknarfulltrúinn Shakima ´Kima´ Greggs | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1998 | Bronx County | ónefnt hlutverk | ónefndir þættir |
2006-2007 | Cold Case | Toni Halstead | 5 þættir |
2002-2008 | The Wire | Rannsóknarfulltrúinn Shakima ´Kima´ Greggs | 60 þættir |
2008-2009 | Brothers & Sisters | Trish Evans | 4 þættir |
2010 | The Good Wife | Sonya Rucker | Þáttur: Hi |
2011 | TV You Contral: Bar Karma | Lucy | Þáttur: An Open Mind |
2011-2012 | Body of Proof | Samantha Baker | 29 þættir |
2012 | Drop Dead Diva | Dómarinn Vivian Holston | Þáttur: Jane´s Getting Married |
2012 | Burn Notice | Olivia Riley | 6 þættir |
Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]
Asian Excellence verðlaunin
- 2008: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Wire.
Gotham verðlaunin
- 1998: Breakthrough verðlaunin sem besta leikkona fyrir Slam.
Image verðlaunin
- 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The Wire.
- 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The Wire.
Independent Spirit verðlaunin
- 1999: Tilnefnd fyrir fyrsta hlutverk fyrir Slam.
NAMIC verðlaunin
- 2003: Tilnefnd fyrir besta hlutverk í drama fyrir The Wire.
Sundance Film Festival verðlaunin
- 1998: Grand Jury verðlaunin fyrir dramamynd fyrir Slam.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Holtzclaw, Mike October 25, 1999, „Local Actress Now Working With Big Stars". Daily Press. Skoðað April 17, 2012.
- ↑ Holtzclaw, Mike October 25, 1999, „Local Actress Now Working With Big Stars". Daily Press. Skoðað 17 apríl2012.
- ↑ Ævisaga Sonja Sohn á IMDB síðunni
- ↑ Phil Zabriskie, „After 'The Wire' ended, actress Sonja Sohn couldn't leave Balitmore's troubled streets behind“, Washington Post, 27. janúar 2012.
- ↑ „Sonja Sohn's Road to Redemption“ skoðað 1. janúar 2010.
- ↑ Members page reWIRED for Change, skoðað 1. janúar 2010.
- ↑ „Sohn honored". Boston Blobe. 29. mars 2011.: G.14. „"The Wire" actress Sonja Sohn received the Woman of the Year award at the Harvard Black Men's Forum 17th Annual Celebration of Black Women on Friday."
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Sonja Sohn“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. janúar 2013.
- Sonja Sohn á Internet Movie Database
- Heimasíða Sonja Sohn