Soghomon Tehlirian

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Soghomon Tehlirian árið 1921.

Soghomon Tehlirian (Սողոմոն Թեհլիրեան; 12. apríl 1896 – 23. maí, 1960) var armenskur byltingarmaður og hermaður sem myrti Talaat Pasja, fyrrum stórvesír Tyrkjaveldis, í Berlín 15. mars 1921. Honum var falið að fremja morðið eftir að hann hafði áður drepið Harutian Mgrditichian sem vann fyrir leynilögreglu Tyrkjaveldis og aðstoðaði við gerð lista yfir armenska menntamenn sem voru fluttir á brott 24. apríl 1915.

Morðið á Talaat var hluti af Nemesis-aðgerðinni, hefndaráætlun armenska byltingarráðsins sem beindist gegn þeim meðlimum stjórnar Tyrkjaveldis sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu á Armenum í fyrri heimsstyrjöld. Talaat hafði áður verið dæmdur til dauða in absentia af herrétti í Istanbúl og var álitinn helsti upphafsmaður þjóðarmorðsins. Eftir tveggja daga réttarhöld var Tehlirian dæmdur saklaus af þýskum dómstól og leystur úr haldi.

Tehlirian er álitinn þjóðhetja af Armenum.[1][2]

Tilvísanir

  1. Vartabedian, Sarah (2007). Commemoration of an Assassin: Representing the Armenian Genocide (PDF) (Master of Arts). University of North Carolina. bls. 7. Sótt 25. apríl 2021.
  2. Von Voss, Huberta (2007). Portraits of Hope: Armenians in the Contemporary World. New York: Berghahn Books. bls. 6. ISBN 9781845452575.