Snjóþrúguhéri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snjóþrúguhéri
Sumarfeldur
Sumarfeldur
Vetrarfeldur
Vetrarfeldur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hérungar (Lagomorpha)
Ætt: Héraætt (Leporidae)
Ættkvísl: Lepus
Tegund:
L. americanus

Tvínefni
Lepus americanus
Erxleben, 1777
Útbreiðsla snjóþrúguhéra
Útbreiðsla snjóþrúguhéra

Snjóþrúguhéri (fræðiheiti: Lepus americanus) er hérategund sem finnst í Norður-Ameríku, aðallega í barrskógabeltinu. Útbreiðsla er frá Nýfundnalandi og vestur til Alaska, suður til Kaliforníu, Utah og New Mexico. Einnig finnst hann í Appalasíu-fjöllum í Norður-Karólínu og Tennessee. Snjóþrúguhéri er aðallega á ferðinni í rökkri og á nóttunni. Hann er virkur allt árið.

Eyru hérans eru minni en á flestum hérum. Svartar rendur eru á efri hluta þeirra. Mataræði er aðallega jurtatengt (víðilauf og fræ úr könglum) en tegundin á til að éta hræ af öðrum dýrum, aðallega músum.

Kvendýrið getur gotið allt að fjórum sinnum á ári og berjast karldýrin um kvendýrin. Gaupa er helsti óvinur snjóþrúguhéra og stofnar beggja tegunda sveiflast saman. Önnur spendýr, stór sem lítil éta snjóþrúguhéra og einnig ránfuglar: Uglur, ernir og haukar.

Snjóþrúgan vísar til stórra fóta hérans en stærðin hindrað að hann sökkvi í snjóinn. Snjóþrúguhéri er ryðbrúnn á sumrin en verður hvítur á veturna. Kviðurinn helst hvítur á sumrin þó.

Snjóþrúguhéra er stundum ruglað saman við snæhéra á íslensku. [2]

Undirtegundir[breyta | breyta frumkóða]

  • Lepus americanus americanus (Erxleben) – Ontario, Manitoba, Saskatchewan, Alberta, Montana og Norður-Dakóta
  • L. a. cascadensis (Nelson) – Breska Kólumbía and Washingtonfylki
  • L. a. columbiensis (Rhoads) – Breska Kólumbía , Alberta og Washingtonfylki
  • L. a. dalli (Merriam) – Breska Kólumbía , Alaska, Júkon
  • L. a. klamathensis (Merriam) – Oregon and Kalifornía
  • L. a. oregonus (Orr) – Oregon
  • L. a. pallidus (Cowan) – Breska Kólumbía
  • L. a. phaeonotus (J. A. Allen) – Ontario, Manitoba, Saskatchewan, Michigan, Wisconsin og Minnesota
  • L. a. pineus (Dalquest) – Breska Kólumbía, Idaho, and Washingtonfylki
  • L. a. seclusus (Baker and Hankins) – Wyoming
  • L. a. struthopus (Bangs) – Newfoundland, Nova Scotia, New Brunswick, Prince Edward Island, Quebec og Maine
  • L. a. tahoensis (Orr) – Kalifornía, vestur-Nevada
  • L. a. virginianus (Harlan) – Ontario, Quebec, Maine, New Hampshire, Vermont, Massachusetts, New York, Pennsylvania, Ohio, Vestur-Virginía, Virginía, Norður-Karólína og Tennessee
  • L. a. washingtonii (Baird) – Breska Kólumbía, Washingtonfylki, and Oregon

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Snowshoe Hare“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. feb. 2017.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Murray, D. & Smith, A.T. (2008). „Lepus americanus“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2008. Sótt 1. febrúar 2010.
  2. Gætu snæhérar lifað á Íslandi? Vísindavefur. Skoðað 15. feb, 2017.
Wikilífverur eru með efni sem tengist