Snið:Landafræðigátt vissir þú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vissir þú

...að Brúnei er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu?
...að Rín er þriðja lengsta fljót í Evrópu og ein mikilvægasta samgönguleið álfunnar?
...að í Kenýu eru um 50 mismunandi þjóðir?
...að Vaduz er höfuðborg smáríkisins Liechtenstein?
...að Þelamörk er fylki í Suður-Noregi?
...að Tékkland gekk í Evrópusambandið í maí 2004?
...að Ómanflói er sund sem tengir Arabíuhaf við Persaflóa?
...að á Grímsey er nyrsta mannabyggð Íslands?
...að Viktoríuvatn er annað stærsta stöðuvatn jarðarinnar?
...að 98% af flatarmáli Suðurskautslandsinser þakið jökulís, sem er að meðaltali 1,6 kílómetra þykkur?
...að Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843?
...að Panamaeiðið er eiði sem aðskilur Norður- og Suður-Ameríku?
...að Suður-Íshaf er hafið sem umlykur Suðurskautslandið en áður var talað um að Atlantshaf, Indlandshaf og Kyrrahaf næðu að strönd Suðurskautslandsins?
...að Kampala, höfuðborg Úganda, stendur í 1.189 metra hæð yfir sjávarmáli?