Smábátur
Smábátur er bátur undir 15 brt. (brúttótonn), vanalega byggður nú til dags úr trefjaplasti en smábátar eru þó líka til úr stáli og timbri. Timbrið er að lúta í lægra haldi fyrir plastinu þar sem viðhaldskostnaður á timbrinu er meiri. Smábátar eru flokkaðir í tvo flokka, þ.e. í smábáta og krókabáta. Krókabátar eru undir 6 brt. og eru vanalega á handfærum eða línuveiðum. Smábátar stunda aðallega bolfisksveiðar þ.e. veiðar á þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Einnig stunda smábátar grásleppuveiðar með þar til gerðum grásleppunetum. Smábátar eru staðsettir um allt land þó einna helst við Vestfirði þar sem skjólgóðir firðir skýla þeim fyrir íslenskri veðráttu og stutt er að sækja aflann. Annars eru smábátar um allt land þó einna síst við Suðurland og Suð-Vesturland, þar sem á þar vantar meira skjól fyrir þessa litlu og opnu báta til að þeir geti sótt aflann sinn.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Gagnveita íslensks sjávarútvegs (2008). Smábátar. Sótt þann 9. apríl 2009 af Gagnaveitunni[óvirkur tengill].
- Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins (2009). Undecked vessels. Sótt þann 9. apríl 2009 af Fisheries.is.