Fara í innihald

Sleitustaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sleitu-Bjarnarstaðir)

Sleitustaðir eða Sleitu-Bjarnarstaðir (Sleitubjarnarstaðir) er bær í Kolbeinsdal í austanverðum Skagafirði, eða raunar utan við mynni dalsins þótt hann teljist til hans. Bærinn er kenndur við landnámsmanninn Sleitu-Björn Hróarsson. Þar er svolítill vísir að þorpi, nokkur íbúðarhús, bílaverkstæði, bensínstöð og sjoppa. Frá Sleitustöðum var lengi töluverð rútuútgerð og höfðu Sleitustaðamenn meðal annars sérleyfi á Siglufjarðarleið.

Sleitustaðavirkjun

[breyta | breyta frumkóða]

Á Sleitustöðum er einkarekin virkjun í Kolku sem selur rafmagn inn á dreifikerfi RARIK. Sleitustaðavirkjun var tekin í notkun 1985. Afl virkjunarinnar er 200 kw. Eigandi hennar er einkafyrirtækið Sleitustaðavirkjun ehf.