Sleði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hestur dregur sleða
Hestasleði í Úkraníu
Maður og barn á sparksleða (skíðasleða)
Magasleðar

Sleði er landfarartæki með sléttum botni eða fest á slétta lárétta teina sem fara áfram með að renna eftir yfirborði. Flestir sleðar eru ætlaðir til vetrarferða til að renna eftir yfirborði með lítið viðnám eins og ís og snjó. Sleðar hafa einnig verið notaðir á annars konar yfirborði svo sem leir. Heysleðar voru notaðir til að flytja hey frá votlendi yfir á þurrt land og úr þýfi yfir á slétt land. Sleðar eru notaðir bæði til að flytja fólk og varning.

Börn renndu sér áður á magasleðum eða skíðasleðum úr tré með meiðum úr málmi en núna á sleðum úr plasti (snjóþotum). Magasleðar eru lágir sleðar til að liggja á maganum á og voru úr viði með járnmeiðum, stundum með festri sætisgrind. Skíðasleðar eða sparksleðar eru með sæti að framan og löngum meiðum og getur annar spyrnt sleðanum áfram. Það tíðkaðist að setja tólg á meiðana til að sleðinn færi hraðar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.