Skuldaraskipti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skuldaraskipti í kröfurétti eiga sér stað þegar skuldara kröfu er skipt út fyrir annan.

Meginreglan er sú, ólíkt kröfuhafaskiptum, að skuldaraskipti eru háð samþykki kröfuhafa og má rekja ástæðuna til þess að þau gætu haft afdrifarík áhrif á möguleika kröfuhafa til að fá fulla greiðslu. Á þessu eru lögmæltar undantekningar, svo sem tilfærsla yfir til erfingja við skipti á dánarbúi, og tilfærsla yfir til eftirlifandi maka rétthafa ábúðarréttar við andlát rétthafans. Einnig eru til ólögfestar undantekningar eins og tilfærsla skyldna seljanda gagnvart leigjandi fasteignar yfir til kaupanda fasteignarinnar.


  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.