Skriðuklaustur (klaustur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri. Séð yfir klausturrústirnar.

Skriðuklaustur var munkaklaustur af Ágústínusarreglu sem starfaði frá 1493 til 1552 og var það síðasta klaustrið sem stofnað var á Íslandi í kaþólskum sið. Talið er að Stefán Jónsson Skálholtsbiskup hafi stofnað klaustrið þegar hann var á ferð um Austurland 1493.

Hjónin Hallsteinn Þorsteinsson og Sesselja Þorsteinsdóttir á Víðivöllum í Fljótsdal gáfu klaustrinu jörðina Skriðu í Fljótsdal, þar sem það var síðan starfrækt. Gjafabréfið er undirritað árið 1500 en víst er að klaustrið hafði þá starfað um hríð. Fyrsti príorinn, Narfi Jónsson, var vígður árið 1496 en ári síðar var aðeins einn munkur í klaustrinu. Raunar er talið að munkarnir hafi aldrei orðið fleiri en sex talsins.

Við siðaskiptin í Skálholtsbiskupsdæmi 1542 voru fjórir munkar í klaustrinu auk príorsins. Konungur gaf út bréf um að haldinn skyldi lestrarskóli í klaustrinu en það bréf var síðan tekið aftur og árið 1552 runnu eignir klaustursins til Danakonungs en klaustrið átti þá um 40 jarðir víða um Austurland.

Príorar í Skriðuklaustri[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Möðruvallaklaustur. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.
  • „Skriðuklaustur - Híbýli helgra manna“. Sótt 22. febrúar 2007.
  • „„Skriðuklaustur“. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 14. júní 2011“.