Skotthúfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kona í peysufötum með djúpri skotthúfu frá 19. öldinni

Skotthúfa er íslenskt höfuðfat borið við upphlutsbúning og peysuföt. Það er svört húfa með skotti, upphaflega prjónuð úr smáu bandi með skúf úr þeli en seinna saumuð úr flaueli og með silkisskúf (35 - 38 cm). Skotthúfan var í fyrstu nokkuð djúp en frá um 1860 grynnri. Á mörkum skúfs og húfu er skúfhólkur úr silfri eða gulli, eða gylltum eða silfruðum vírborðum. Húfan er næld í hárið með svörtum tituprjónum en ef kona ber fléttur eru endar þeirra festir undir húfunni í hnakkanum með húfuprjónum, tveimur samstæðum prjónum tengdum saman með grannri laufakeðju.