Skor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drukknun Eggerts Ólafssonar.

Skor er eyðibýli við Breiðafjörð, undir Stálfjalli austan við Rauðasand. Þar var búið fram á 18. öld og var þar einn afskekktasti bær landsins. Næsti bær við Skor var Sjöundá á Rauðasandi.

Stálfjall er víðast sæbratt og skriðurunnið og þar er óvíða undirlendi nema dálítil ræma í Skor, þar sem gengur fram lítið nes og þar er grösugt. Skorarviti, sem reistur var árið 1953, er þar á nesinu. Fjallshlíðin inn að Siglunesi kallast Skorarhlíðar og var þar torfarin leið og hættuleg. Í Skor var eini lendingarstaðurinn á langri strandlengju, og voru því stundaðir þaðan útróðrar frá nágrannabæjunum og stundum siglt þaðan yfir Breiðafjörð.

Þekktust er Skor líklega fyrir það að þaðan lagði Eggert Ólafsson lögmaður af stað í hinstu för sína, eins og Matthías Jochumsson orti um:

Þrútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri Skor.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Skor við Breiðafjörð." Alþýðumaðurinn, 23. desenber 1947“.