Skolleðla
Skolleðla Tímabil steingervinga: Síðjúratímabilið, fyrir um 155 til 143.1 milljón árum síðan, (frá Oxfordíum til Tithóníum) | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Beinagrind skolleðlunnar.
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
†Allosaurus fragilis Marsh, 1877 |
Skolleðla (fræðiheiti: Allosaurus fragilis) er species typica tegund af ættkvísl skolleðla (Allosaurus). Hún var uppi á Júratímabilinu frá 155 til 143.1 milljónum ára. Meðal risaeðla er hún ein sú frægasta allra tíma og hefur meðal annars birst í kvikmyndaseríunni Júragarðinum og tölvuleikjum á borð við Ark Survival Evolved.
Ættkvísl skolleðla
[breyta | breyta frumkóða]
Skolleðlur eru meðal fyrstu stóru ránrisaeðlanna og virðast hafa verið sérhæfðar að því að taka niður hinar feiknistóru graseðlur sem komu fram á Júratímabilinu. Þær var að finna í Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku ásamt graseðlunni finngálkn og ráneðlunni dólgseðla.

Umhverfi þeirra hafa líklega verið opin graslendi umkringd stórum skógum berfrævinga. Talið er að skolleðlur hafi ráðist að bráð sinni og tekið úr henni stóra bita.[1] Þar sem erfitt er að fella skepnur á stærð við allra stærstu graseðlurnar. Því er líklegt að skolleðlur hafi notað þessa aðferð. Jafnvel hefur verið lagt fram að skolleðlur hafi veitt í hópum.[2]
Ásamt A. fragilis eru almennt viðurkenndar þrjár eða fjórar aðrar tegundir af ættkvíslinni Allosaurus. Þó allt að sjö tegundum hefur verið lýst, sú nýjasta er eðlubani (Allosaurus anax) en hún hlaut nýja nafngift í desember 2024 og var eldra nafn hennar, Saurophaganax maximus, lagt niður.[3] Þær tegundir sem almennt eru viðurkenndar eru eftirfarandi:
- Allosaurus europaeus
- Allosaurus jimmadseni
- Eðlubani (Allosaurus anax)
- Djöflaskollur (Allosaurus 'Antrodemus' valens)
Saga og flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Einkennistegund ættkvíslarinnar Allosaurus fragilis var lýst af steingervingafræðingnum Othniel C. Marsh árið 1877. Sökum samkeppni áðurnefnds Marsh og kollega hans Edward D. Cope, sem almennt hefur verið kölluð Beinastríðið, lýstu þeir hvor um sig þó nokkrum tegundum sem síðar voru sameinaðar undir Allosaurus fragilis, en um árabil skapaði þetta töluverðan rugling í samhengi við stöðu skolleðlu og nánustu ættingja hennar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bakker, Robert T. (1998). "Brontosaur killers: Late Jurassic allosaurids as sabre-tooth cat analogues". Gaia. 15: 145–158. ISSN 0871-5424
- ↑ Farlow, James O. (1976-01). „Speculations about the Diet and Foraging Behavior of Large Carnivorous Dinosaurs“. American Midland Naturalist. 95 (1): 186. doi:10.2307/2424244.
- ↑ Archibald, David; Barrett, Paul M.; Barsbold, Rinchen; Benton, Michael J.; Chapman, Ralph E.; Chinsamy, Anusuya; Clark, James M.; Coria, Rodolfo A.; Currie, Philip J., ritstjórar (2004). The Dinosauria, Second Edition. Berkeley, CA: University of California Press. ISBN 978-0-520-24209-8.