Skjaldarglíma Ármanns
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Glímufélagið Ármann var stofnað 15. desember 1888 og árið eftir stóð félagið fyrir kappglímu, Ármannsglímunni, sem haldin var 12 sinnum til og með árinu 1907. Í ársbyrjun 1908 var verðlaunagripur, Ármannsskjöldurinn, gefinn til kappglímunnar, og skildi hann veittur til heiðurs mesta glímumanni Reykjavíkur. Í umtali fór glímumótið að draga nafn af verðlaunagripnum og kallast Skjaldarglíma Ármanns. Síðan 1908 hefur verið keppt um gripinn árlega utan 5 ár um heimsstyrjöldina fyrri, og því um 92. Skjaldarglímu Ármanns að ræða, sem fram fór 8. febrúar 2004. Jafnframt telst það mót 104. Ármannsglíman frá 1889.Aðalstofnendur Ármanns voru:Pétur Jónsson blikksmiður og séra Helgi Hjálmarsson, frá Vogum í Mývatnsveit.
Í þau 92 skipti, sem keppt hefur verið um Ármannsskjöldinn hafa Ármenningar unnið 42 sinnum, Kr-ingar 23, UMFR maður 8 sinnum, félagar í UV (Ungmennafélagið Víkverji) í 16 skipti, ÍK maður 2 sinnum og félagi í Umf Vöku 1 sinni.
Alls hafa 36 glímumenn orðið Skjaldarhafar í þessi 92 skipti. Þeir, sem oftast hafa unnið Skjaldarglímu Ármanns eru: 1. Pétur Eyþórsson, UV/KR/Ármann, 10 sinnum. 2.Ólafur H. Ólafsson, KR, 9 sinnum. 3. Ármann J. Lárusson, UMFR, 8 sinnum. 4. Sigtryggur Sigurðsson, KR, 7 sinnum. 4.-5. Sigurjón Pétursson, Á, 6 sinnum. 4.-5. Ingibergur J. Sigurðsson, Á + UV, 6 sinnum. 6.-8. Lárus Salómonsson, Á, 4 sinnum. 6.-8. Guðm. Ágústsson, Umf Vöku + Á, 4 sinnum. 6-8.
Í gegnum tíðina hefur meðal glímumanna heiðurstitillinn Skjaldarhafi Ármanns og að bera Ármannsskjöldinn gengið næst því að verða Glímukóngur Íslands og hlotnast Grettisbeltið til varðveislu til næstu Íslandsglímu.
Hér á eftir fer skrá um alla sigurvegara í Ármannsglímunni frá 1889, sem jafnframt eru Skjaldarhafar frá 1908.
Rétt er að vekja athygli á, að sigurvegari í 102. Ármannsglímunni 2002 varð Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK, og í 2. sæti Arngeir Friðriksson, HSÞ, en þeir kepptu sem gestir. Vinningaflesti Reykvíkingurinn, Ingibergur J. Sigurðsson, UV, varð í þriðja sæti og hlaut titilinn Skjaldarhafi Ármanns samkvæmt reglum um Ármannsskjöldinn.
Einnig fylgir í stuttu máli saga Ármannsskjaldarins, hvaða glímumenn hafa unnið hann til eignar og gefendur skjaldarinns.
Sigurvegarar í Ármannsglímunni og Skjaldarhafar Ármanns 1889 Helgi Hjálmarsson 1890 Helgi Hjálmarsson 1891 – 1896 Féll niður 1897 Þorgrímur Jónsson 1898 Þorgrímur Jónsson 1899 Guðmundur Guðmundsson 1900 Féll niður 1901 Ásgeir Gunnlaugsson 1902 Ásgeir Gunnlaugsson 1903 Valdimar Sigurðsson 1904 Jónatan Þorsteinsson 1905 Jónatan Þorsteinsson 1906 Jónatan Þorsteinsson 1907 Hallgrímur Benediktsson 1908 Ármannsskjöldurinn gefinn. Mótið fór að draga nafn af skildinum. Skjaldarhafar hafa orðið: 1908 Hallgrímur Benediktsson Ármann 1909 Hallgrímur Benediktsson Ármann 1910 Sigurjón Pétursson Ármann 1911 Sigurjón Pétursson Ármann 1912 Sigurjón Pétursson Ármann 1913 Féll niður 1914 Sigurjón Pétursson Ármann 1915 Sigurjón Pétursson Ármann 1916 Féll niður 1917 Féll niður 1918 Féll niður 1919 Féll niður 1920 Sigurjón Pétursson Ármann 1921 Tryggvi Gunnarsson Ármann 1922 Friðbjörn Vigfússon Ármann 1923 Magnús Sigurðsson Ármann 1924 Magnús Sigurðsson Ármann 1925 Þorgeir Jónsson Í.K. 1926 Þorgeir Jónsson Í.K. 1927 Jörgen Þorbergsson Ármann 1928 Sigurður Thorarensen Ármann 1929 Jörgen Þorbergsson Ármann 1930 Sigurður Thorarensen Ármann 1931 Sigurður Thorarensen Ármann 1932 Lárus Salómonsson Ármann 1933 Lárus Salómonsson Ármann 1934 Lárus Salómonsson Ármann 1935 Ágúst Kristjánsson Ármann 1936 Ágúst Kristjánsson Ármann 1937 Skúli Þorleifsson Ármann 1938 Lárus Salómonsson Ármann 1939 Ingimundur Guðmundsson Ármann 1940 Sigurður Brynjólfsson Ármann 1941 Kjartan B Guðjónsson Ármann 1942 Kristmundur J Sigurðsson Ármann 1943 Guðmundur Ágústsson Umf. Vaka 1944 Guðmundur Ágústsson Ármann 1945 Guðmundur Ágústsson Ármann 1946 Guðmundur Ágústsson Ármann 1947 Sigurjón Guðmundsson Umf. Vaka 1948 Guðmundur Guðmundsson Ármann 1949 Guðmundur Guðmundsson Ármann 1950 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1951 Rúnar Guðmundsson Ármann 1952 Rúnar Guðmundsson Ármann 1953 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1954 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1955 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1956 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1957 Trausti Ólafsson Ármann 1958 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1959 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1960 Ármann J Lárusson Umf. Rvíkur 1961 Kristmundur Guðmundsson Ármann 1962 Trausti Ólafsson Ármann 1963 Hilmar Bjarnason Umf. Rvíkur 1964 Kristmundur Guðmundsson Ármann 1965 Sigtryggur Sigurðsson KR 1966 Sigtryggur Sigurðsson KR 1967 Sigtryggur Sigurðsson KR 1968 Ómar Úlfarsson KR 1969 Sigtryggur Sigurðsson KR 1970 Sigtryggur Sigurðsson KR 1971 Sigtryggur Sigurðsson KR 1972 Sigtryggur Sigurðsson KR 1973 Sigurður Jónsson Umf.Víkverji 1974 Sigurður Jónsson Umf.Víkverji 1975 Sigurður Jónsson Umf.Víkverji 1976 Þorsteinn Sigurjónsson Umf.Víkverji 1977 Guðmundur F Halldórsson Ármann 1978 Hjálmur Sigurðsson Umf.Víkverji 1979 Hjálmur Sigurðsson Umf.Víkverji 1980 Hjálmur Sigurðsson 1981 Ómar Úlfarsson KR 1982 Helgi Bjarnason KR 1983 Ólafur H Ólafsson KR 1984 Jón E Unndórsson Leikni 1985 Ólafur H Ólafsson KR 1986 Ólafur H Ólafsson KR 1987 Ólafur H Ólafsson KR 1988 Ólafur H Ólafsson KR 1989 Ólafur H Ólafsson KR 1990 Ólafur H Ólafsson KR 1991 Ólafur H Ólafsson KR 1992 Ólafur H Ólafsson KR 1993 Jón Birgir Valsson KR 1994 Ingibergur Sigurðsson Ármann 1995 Ingibergur Sigurðsson Ármann 1996 Orri Björnsson KR 1997 Ingibergur Sigurðsson Umf.Víkverji 1998 Ingibergur Sigurðsson Umf.Víkverji 1999 Pétur Eyþórsson Umf.Víkverji 2000 Ingibergur Sigurðsson Umf.Víkverji 2001 Pétur Eyþórsson Umf. Víkverji 2002 Ingibergur Sigurðsson UMF. Víkverja 2003 Pétur Eyþórsson UV 2004 Pétur Eyþórsson UV 2005 Pétur Eyþórsson KR 2006 Pétur Eyþórsson KR 2007 Pétur Eyþórsson KR
Alls hafa 42 glímumenn orðið sigurvegarar í Ármannsglímunni frá 1889 og af þeim hafa 36 borið heiðurstitilinn Skjaldarhafi frá 1908.
Eigendur og gefendur Ármannsskjaldarins. Fyrir 1962 vann sá maður skjöldinn til eignar, sem sigraði í Skjaldarglímunni þvisvar í röð, en síðan ef hann vinnur þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Alls hafa unnist til eignar 14 skildir og hófst keppni um þann 15da árið 2001. Eftirtaldir glímumenn hafa unnið Ármannsskjöldinn til eignar:
1. skjöldur: Sigurjón Pétursson, 1910-1912 2. skjöldur: Sigurjón Pétursson, 1914-1915, 1920. 3. skjöldur: Sigurður Thorarensen, 1928, 1930-1931 4. skjöldur: Lárus Salómonsson, 1932-1934 5. skjöldur: Guðmundur Ágústsson, 1943-1945 6. skjöldur: Ármann J. Lárusson, 1953-1955 7. skjöldur: Ármann J. Lárusson, 1958-1960 8. skjöldur: Sigtryggur Sigurðsson, 1969-1971 9. skjöldur: Sigtryggur Sigurðsson, 1973-1975 10. skjöldur: Sigurður Jónsson, 1973-1975 11. skjöldur: Hjálmur Sigurðsson, 1978-1980 12. skjöldur: Ólafur H. Ólafsson, 1985-1987 13. skjöldur: Ólafur H. Ólafsson, 1988-1990 14. skjöldur: Ingibergur J. Sigurðsson, 1994-1995, 1997-1998, 2000 15. skjöldur: Pétur Eyþórsson, 1999, 2001, 2003-2005 16. skjöldur: Pétur Eyþórsson, 2006-2007
Félagið mun sjálft hafa kostað gerð fyrstu skjaldanna beint eða með samskotum. Líkur benda til að Eggert Kristjánsson hafi gefið 6., 7. og 8. skjöldinn. Hörður Gunnarsson gaf 9., 10. og 11. skjöldinn og þeir Hörður og Sveinn Guðmundsson gáfu 12., 13. og 14. skjöldinn sameiginlega. Hörður Gunnarsson gaf 15. og 16. skjöldinn, sem byrjað var að keppa um 2001