Skeiðsvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skeiðsvatn.jpg

Skeiðsvatn er lítið stöðuvatn í Vatnsdal sem er afdalur út frá Svarfaðardal milli bæjanna Skeiðs og Kots. Mikið berghlaup hefur fallið úr Skeiðsfjalli og myndað mikla urðarhóla í dalsmynninu. Innan við þá myndaðist vatnið, það er í um 230 m y.s. Vatnsdalsá fellur úr því til Svarfaðardalsár. Smásilungur er í vatninu en hann er lítið veiddur. Engin byggð er í Vatnsdal og hefur aldrei verið en þar eru gamlar seljarústir enda var þar haft í seli allt frá landnámsöld ef marka má frásagnir Svarfdælu.