Skammtatölvur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Til þess að útskýra fræðina á bak við skammtatölvur er mikilvægt að skilja skammtafræði. Tölvur í dag byggjast á tvíundatækni þar sem upplýsingar eru vistaðar og fluttar á milli sem bitar. Biti getur tekið gildið 0 eða 1. Skammtatölvur eru minniseiningar, skammtabitar. Hver skammtabiti getur tekið gildið 0 eða 1, sem samsvarar tvíundatölukerfinu. Einnig getir skammtabiti verið í ástandi með einhverjum tilteknum líkum á hvoru gildi um sig. Þessi möguleiki er eiginleiki skammtafræðilegra kerfa, það er að segja að vera í samsettu ástandi. Þannig er hægt að geyma 1.000 milljón milljónir talna í 50 skammtabitum. Þegar skammtatölvurnar vinna taka þær allar tölurnar sem þær geyma samtímis og vinna með þær allar í einu. Nú til dags geta reikningar á eiginleikum atóma, sameinda eða þyrpinga atóma tekið frá viku og upp í mánuði með mjög öflugum tölvum. En með skammtatölvum taka þessir útreikningar enga stund og verkefni sem tengjast stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði myndu þjóta áfram í framförum.

Tölvufyrirtækið IBM gaf það út nýlega að þeir væru komnir það langt með þróun skammtatölvunnar að hún gæti orðið að veruleika innan 15 ára. Í útskýringu þeirra segja þeir að ef við myndum taka allar tölvur í dag og láta þær í sameiningu reikna út alla frumþætti þúsund tölustafa tölu, þá tæki það í dag um það bil 14 milljarða ára að reikna þetta flókna dæmi. En ein skammtatölva myndi gera þetta á innan við viku. Eins og IBM segir þá eru um 15 ár í fyrstu gerðir af skammtatölvum sem þýðir að skammtatölvur eru bara á barnæskuskeiði sínu og enn eru nokkur vandamál sem á eftir að leysa. Hinsvegar, þegar þessar tölvur koma, þá munu þær gjörbylta öllum okkar reikningi. Efnafræðingar, stærðfræðingar, eðlisfræðingar og lyfjafræðingar munu, svo dæmi sé tekið, geta einfaldað starf sitt ótrúlega mikið. Sem dæmi má nefna að lyfjafræðingar geta jafnvel fundið lækningar við sjúkdómum og faröldrum mun fyrr aðeins vegna reiknigetu skammtatölvunnar.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.