Skaftpottur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Emeleraður skaftpottur.

Skaftpottur (stundum kallaður kastarhola) er lítill pottur með löngu handfangi, gjarnan notaður til að bræða smjör eða hita sósu.

Kastar(h)ola[breyta | breyta frumkóða]

Samheitið kastaróla er hljóðlíking á danska orðinu kasserolle og sást fyrst í Einföldu matreiðsluvasakveri fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út árið 1800. Síðan var farið að nefna þetta kastarholur, og var nokkurskonar þjóðskýring.

Talað er um kastarholubúskap ef um er að ræða frumstæða eða lélega matreiðslu eða búsýslu. Kastarholuklipping nefnist það þegar hár er klippt þvert fyrir allan hringinn, eins og ef skaftpotti hefði verið skellt á höfuðið og klippt eftir honum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.