Skólakeila

Skólakeila eða sykurkeila (þýska: Schultüte eða Zuckertüte) er stórt keilulaga ílát úr pappír, pappa eða plasti. Í þýskumælandi hlutum Þýskalands, Austurríkis og Sviss, og hjá þýskumælandi íbúum Belgíu, Tékklands og sumum hlutum Póllands (Stóra-Póllandi og Slesíu) fá börn skólakeilur fyrir fyrsta skóladaginn í fyrsta bekk, frá foreldrum eða ömmum og öfum. Skólakeilurnar innihalda leikföng, súkkulaði, sælgæti, skóladót og margt annað.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir um þann sið að gefa börnum skólakeilu á fyrsta skóladegi, eru aðallega frá Saxlandi og Þýringalandi frá 18. öld.
Elsta tilvísun í þennan sið kemur úr sjálfsævisögu sonar prestsins Karls Gottlieb Bretschneider, sem innritaðist í Gersdorf-skólann nálægt Hohenstein-Ernstthal í Saxlandi árið 1781 eða 1782.[1] Hann skrifaði að hann hafi fengið „Zuckertüte“ frá skólameistaranum. Tuttugu árum síðar segir Johann Daniel Elster að hann hafi byrjað í skóla í Elstering og fengið stóra skólakeilu frá kantornum „samkvæmt gömlum sið“.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Hans-Günter Löwe: Schulanfang. Ein Beitrag zur Geschichte der Schultüte. Edition Freiberg, Dresden 2014, ISBN 978-3-943377-28-6, S. 19 mit Anm. 15.