Skógaryrkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjö laga kerfi Robert Hart

Skógaryrkja er viðhaldslítil matjurtaræktun með skógarbúskap. Í skógaryrkju er lögð áhersla á samræktun ávaxta- og hnetutrjáa, berjarunna, ætra klifurjurta og annarra fjölærra matjurta. Aðferðin er í dag einkum þekkt í hitabeltinu þar sem fólk nýtir sér skóga til fæðuöflunar og mótar þá markvisst í þeim tilgangi. Á 9. áratug 20. aldar þróaði enski garðyrkjumaðurinn Robert Hart aðferð sem hann kallaði „forest gardening“ og gekk út á lagskipta samræktun nytjajurta í köldu loftslagi. Kerfi Harts gerir ráð fyrir sjö lögum ræktunar: laufþakslagi, lágtrjáalagi, runnalagi, jurtalagi, rótarlagi, þekjuplöntulagi og klifurplöntulagi, sem eru vandlega valin með það fyrir augum að gefa af sér nytjaafurðir án þess að ganga um of á auðlindir eins og vatn og næringu. Meginatriðið er að velja viðhaldslitlar fjölærar matjurtir sem gefa lengi af sér öfugt við hefðbundna ræktun einærra matjurta sem krefjast mikillar vinnu og næringar í stuttan tíma.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]