Skáldalækur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Skáldalækur er bær í Svarfaðardal. Hann er austan Svarfaðardalsár ekki langt frá Dalvík. Næstu bæir eru Hamar og Sakka. Bærinn er ekki nefndur í fornum sögum en sést fyrst í heimildum í kaupbréfi frá 1414. Gottskálk biskup grimmi átti hálfa jörðina á sinni tíð. Ari Jónsson lögmaður átti nokkrar jarðir í Svarfaðardal, m.a. Skáldalæk. Þær voru allar dæmdar undir konung eftir að hann var myrtur í Skálholti árið 1550.

Í manntali 1703 voru ábúendur fimm: Páll Skeggjason (54), Anna Erlendsdóttir (65), Vigdís dóttir þeirra (20), vinnumaðurinn Jón Jónsson (37) og Björg Þorsteinsdóttir (30).

Rithöfundurinn Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk kennir sig við þennan bæ. Hún fæddist þar 1. janúar 1945. Faðir hennar, Bragi Guðjónsson, fæddist þar einnig. Hann var síðar klæðskerameistari á Akureyri.