Sjavkat Mirzijojev

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sjavkat Mirzijojev
Шавкат Мирзиёев
Shavkat Mirziyoyev official portrait.jpg
Sjavkat Mirzijojev árið 2018.
Forseti Úsbekistans
Núverandi
Tók við embætti
8. september 2016
Forsætisráðherra Úsbekistans
Í embætti
12. desember 2003 – 14. desember 2016
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. júlí 1957 (1957-07-24) (64 ára)
Jizzakh-héraði, úsbeska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi lýðræðisflokkurinn
MakiZiroatkhon Hoshimova
Börn3


Sjavkat Miromonovitsj Mirzijojev (f. 27. júlí 1957) er úsbeskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Úsbekistans frá árinu 2016. Hann tók við embætti eftir andlát Islams Karimov, fyrsta forseta landsins, en var áður forsætisráðherra frá 2003 til 2016.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Héraðsstjóri[breyta | breyta frumkóða]

Mirzijojev var útnefndur héraðsstjóri heimahéraðs síns, Jizzakh, árið 1996, og síðan héraðsstjóri Samarkand árið 2001.

Forsætisráðherra[breyta | breyta frumkóða]

Þann 12. desember 2003 útnefndi Islam Karimov forseti Úsbekistans Mirzijojev forsætisráðherra í stjórn sinni. Eftir að útnefning hans var staðfest af úsbeska þinginu tók Mirzijojev við af Oʻtkir Sultonov sem forsætisráðherra.

Forseti lýðveldisins[breyta | breyta frumkóða]

Eftir dauða Islams Karimov og afsögn starfandi forsetans Nigmatilla Júldasjev skipaði úsbeska þingið Mirzijojev forseta til bráðabirgða þan 8. september 2016[1] fram að forsetakosningum sem átti að halda þremur mánuðum síðar.[2]

Þann 16. september 2016 lýsti Mirzijojev yfir framboði sínu í forsetakosningum landsins þann 4. desember.[3] Í kosningunum vann Mirzijojev sigur með 88,6 % atkvæðanna.[4] Hann tók formlega við embætti forseta þann 14. september og Abdulla Oripov tók við af honum sem forsætisráðherra.

Sem forseti hefur Mirzijojev komið á ýmsum umbótum í Úsbekistan.[5] Meðal annars hafa landamæri verið opnuð, pólitískir fangar hafa verið leystir úr haldi[6] og frjálslegri stefna hefur verið tekin í efnahagsmálum, stjórnmálum og trúmálum. Meðal annars má nefna að moskum hefur verið leyft að nota hátalara til að útvarpa bænaköllum sínum. Mirzijojev tók fram að hann teldi afstöðu forvera síns í þessu máli „sorglega“ og að íslamstrú væri „ljós“. Aftur á móti hafa stjórnvöld sett reglur um að skólastúlkur verði að klæðast pilsum sem nái niður fyrir hné þeirra.[7] Lýðræði er enn mjög takmarkað í Úsbekistan og stjórnmálaflokkur forsetans hefur enn tögl og hagldir á stjórnmálalífinu.[8]

Sem forseti hefur Mirzijojev heimsótt öll héruð og stórborgir Úsbekistans til að fylgjast með framkvæmdum verkefna og umbóta sem hann hefur skipað. Margir stjórnmálaskýrendur og fjölmiðlar hafa líkt stjórn Mirzijojevs við umbótasinna á borð við Deng Xiaoping í Kína og Mikhaíl Gorbatsjev í Sovétríkjunum og kallað stjórnartíð hans „úsbeska vorið“.[9]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Arftaki Karimov skipaður tíma­bundið“. mbl.is. 8. september 2016. Sótt 16. apríl 2021.
  2. „Ouzbékistan : le premier ministre Chavkat Mirziyoyev nommé président par intérim“ (franska). Lemonde.fr. 8. september 2016. Sótt 16. apríl 2021..
  3. „Ouzbékistan : le président par intérim candidat à l'élection du 04/12“. Reuters. Sótt 16. apríl 2021.
  4. „Ouzbékistan : Chavkat Mirzioïev élu président avec 88,6% des voix“. Le Point. 5. desember 2016. Sótt 16. apríl 2021.
  5. Isabelle Mandraud (6. apríl 2018). „En Ouzbékistan, un air de perestroïka“. Le Monde. Sótt 16. apríl 2021.
  6. „Lettre au président Emmanuel Macron Situation des droits de l’Homme en Ouzbekistan - Votre rencontre avec le Président M. Chavkat Mirzioïev“ (PDF). fidh.org. FIDH (Ligue des droits de l'homme). 4. október 2018. Sótt 16. apríl 2021.
  7. „Dans un Ouzbékistan en pleine détente, la parole des musulmans se libère“. LExpress.fr.
  8. Marlène Laruelle (9. janúar 2020). „En Asie centrale, l’illusion d’un nouveau monde“ (franska). Le Monde diplomatique. Sótt 16. apríl 2021.
  9. S. Rob Sobhani (22. júlí 2018). „Why America must welcome the 'Uzbek Spring'. The Washington Times. Sótt 16. apríl 2021.


Fyrirrennari:
Islam Karimov
Forseti Úsbekistans
(8. september 2016 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti