Pírataflokkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sjóræningjaflokkur)
Merki Pirate Party

Pírataflokkur (stundum nefndur sjóræningjaflokkur) er heiti sem stjórnmálahreyfingar hafa tekið upp í nokkrum löndum. Pírataflokkar eiga það sameiginlegt að styðja borgaraleg réttindi, beint lýðræði, umbætur á höfundarréttar- og einkaleyfa lögum, frjálsa miðlun þekkingar (opið efni), friðhelgi einkalífs, gagnsæi og frelsi upplýsinga, ókeypis menntun, alþjóðlega heilsugæslu og skýr skil á milli ríkis og kirkju. Þeir aðhyllast nethlutleysi og alhliða, ótakmarkaðan aðgang allra að Internetinu sem nauðsynleg skilyrði þess.

Upphafið[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti Pírataflokkurinn var hið sænska Piratpartiet, stofnað þann 1. janúar 2006 undir forystu Rickard Falkvinge. Nafnið kom frá Piratbyrån, sænskum samtökum sem voru á móti höfundarrétti en meðlimir Piratbyrån höfðu áður stofnað BitTorrent vefinn The Pirate Bay Geymt 23 desember 2012 í Wayback Machine. Piratbyrån var sænsk útgáfa af danska félaginu PiratGruppen, sem stofnað var sem andsvar við AntiPiratGruppen sem barðist fyrir hertum lögum um hugverkaþjófnað. Fjölmiðlar og kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn tóku upp nafnið „pirat“ (sjóræningi) frá þessum fyrstu samtökum.

Íslensk samtök[breyta | breyta frumkóða]

Þann 24. nóvember 2012 var formlega stofnaður Pírataflokkur á Íslandi undir nafninu Píratar.[1][2][3] Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum fyrir flokkinn og þar ákveðið að nafn hans skyldi vera Píratar (hjánefni Pirate Party Iceland).[4] Flokkurinn bauð fram í Alþingiskosningum 2013 undir listabókstafnum Þ[5] og hlaut þrjú þingsæti.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Píratapartýið“. Píratapartýið. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2012. Sótt 26. júlí 2012.
  2. „Píratar halda stofnfund“. mbl.is. Sótt 25. nóvember 2012.
  3. „Stofnfundur“. Píratapartýið. Sótt 25. nóvember 2012.[óvirkur tengill]
  4. „Lög/drög“. Píratapartíið]. Sótt 13. janúar 2013.[óvirkur tengill]
  5. „Píratar fá Þ“. mbl.is [á vefnum]. 20. febrúar 2013, [skoðað 20-02-2013].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.