Sjálfbærni og efnahagsleg hagkvæmni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hægt er að tengja saman sjálfbærni og efnahagslega hagkvæmni á góðan máta og er það meðal annars gert í fræðigreinum á borð við Umhverfis- og auðlindahagfræði.

Sjálfbærni[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfbærni (e. sustainability) er eitt helsta hugtakið í tengslum við hugsunina um afleiðingar þeirra ákvarðanna sem teknar eru í dag á hag og velferð manna og dýra í framtíðinni. Með sjálfbærni er almennt átt við getu kerfisins til að viðhalda sér með tímanum og gefur til kynna að komandi kynslóðir ættu ekki að vera verr settar en núverandi kynslóðir.[1] Þau samfélög sem aðhyllast sjálfbærni reyna að endurnýta það sem þau geta og er það gert svo að komandi kynslóðir geti notið þeirra auðlinda sem jörðin hefur uppá að bjóða líkt og núverandi kynslóðir hafa gert. Oft getur þó reynst erfitt að setja fram eina afgerandi skilgreiningu á hugtakinu sjálfbærni þar sem það er sífellt að þróast. Til dæmis eru til fleiri en 500 skilgreiningar á hugtakinu.[2] Í stuttu máli lýsir hugtakið þá því þegar áhersla er lögð á að nýta það sem í boði er án þess að það hafi skaðleg áhrif á jörðina og með því vonandi varðveita auðlindir jarðar fyrir komandi kynslóðir.

Efnahagsleg hagkvæmni[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að líta á efnahagslega hagkvæmni (e. economic efficiency) bæði frá kyrrstöðu hagkvæmni og tímatengdri hagkvæmni.[3]

Kyrrstöðu hagkvæmni[breyta | breyta frumkóða]

Kyrrstöðu hagkvæmni (e. static efficiency) er ástand þar sem aðeins er litið á eitt tímabil og þá sérstaklega núverandi tímabil. Ákvarðanir sem teknar eru með tilliti til kyrrstöðu hagkvæmni sjá afleiðingar þeirra ákvarðanna aðeins á því ári eða tímabili sem þær eru teknar.[4]

Tímatengd hagkvæmni[breyta | breyta frumkóða]

Tímatengd hagkvæmni (e. dynamic efficiency) er ástandið þar sem ekki er aðeins litið á eitt tímabil eða ár heldur einnig þau sem eru komandi í framtíðinni. Ákvörðun sem tekin er á tímatengdan hagkvæman hátt tekur tillit til allra afleiðinga sem mögulega gætu orðið vegna ákvörðunarinnar, hvort sem afleiðingin gæti átt sér stað í ár eða á komandi árum.[5]

Tengsl milli sjálfbærni og efnahagslegrar hagkvæmni[breyta | breyta frumkóða]

Á textanum hér að ofan má sjá að hægt er að tengja sjálfbærni og efnahagslega hagkvæmni saman, þá sérstaklega tímatengda hagkvæmni. Sjálfbærni snýst meðal annars að því að varðveita auðlindir og jörðina fyrir komandi kynslóðir. Í tímatengdri hagkvæmni er svo verið að horfa á mögulegar afleiðingar sem ákvörðun gæti haft á framtíðina og má því segja að í leiðinni sé verið að horfa á mögulegar afleiðingar sem sú ákvörðun getur haft á framtíðina og komandi kynslóðir, eins og meðal annars felst í hugtakinu sjálfbærni. Hægt er að lesa aðeins nánar um þetta samband í greininni Sjálfbærni og tímatengd hagkvæmni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
  2. Dhanda & Young. (2013). Sustainability: Essentials for Business. Sage Publication.
  3. Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
  4. Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
  5. Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfbær þróun

Sjálfbærni og tímatengd hagkvæmni

Umhverfis- og auðlindahagfræði