Sitka (Alaska)
Sitka (á tungumáli Tlingit-frumbyggja: Sheetʼká og á nýlendutíma Rússa: Ново-Архангельск, Nýja-Arkangelsk) er borg í suðaustur-Alaska og er á Baranof Island og suðurhluta Chichagof-eyju sem eru hluti af Alexander-eyjaklasanum. Íbúar voru tæpir 8500 árið 2020.
Sveitarfélagið umhverfis borgina eru 7.434 ferkílómetrar sem er það mesta fyrir borg í Bandaríkjunum. Ferjur og flugvélar eru helsti samgöngumáti vegna lítils undirlendis en aðeins eru 23 kílómetrar af vegi frá Sitka.
Rússar stofnuðu borgina árið 1799 en árið 1803 réðust Tlingit-frumbyggjar og drápu marga þeirra. Alexander Baranov, landstjóri rússnesku Ameríku réðst til atlögu árið eftir með sprengjum meðal annars. Eftir 2 daga umsátur gáfust Tlingit-frumbyggjar upp. Ætlunin var að gera Sitka að höfuðborg rússnesku Ameríku. Bandaríkin keyptu síðan Alaska árið 1867. Árið 1910 var bærinn tvískiptur eftir þjóðernislínu; um 500 landnemar bjuggu einum megin og sami fjöldi af Tlingit bjuggu öðrum megin.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Sitka, Alaska“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. feb. 2019.