Sigurgarðs saga frækna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurgarðs saga frækna (forníslenska: Sigrgarðs saga frœkna) er frumsamin íslensk riddarasaga.

Efni sögunnar[breyta | breyta frumkóða]

Sigurgarðs saga frækna segir frá hetjunni Sigurgarði og viðureign hans við Ingigerði af Tartaríu. Í upphafi sögunnar er Sigurgarður myndarlegur, kvensamur og einhleypur kóngsson í Frakklandi en Ingigerður er meykonungur sem hefur drepið alla vonbiðlana sína. Hegðun Ingigerðar er bein afleiðing bölvunar stjúpmóður sinnar en sú heitir Hlégerður og hefur einnig breytt systur Ingigerðar tveimur í dýr. Ingigerður gerir Sigurgarði að fífli og reynir að drepa hann en með aðstoð fósturmóður og fóstbræðra Sigurgarðs tekst að bjarga systrunum og drepa Hlégerði með því að brjóta fjöregg hennar.

Aldur sögunnar og textatengsl[breyta | breyta frumkóða]

Sagan er undir beinum áhrifum frá Viktors sögu og Blávus og Bósa sögu og Herrauðs. Einnig má bera Sigurgarðs sögu frækna saman við fornírskar og fornvelskar sögur og yngri íslensk ævintýri úr munnlegri geymd.[1]

Samkvæmt aldursgreiningu Peter Jorgensen mun sagan hafa verið skrifuð um 1450×75.[2]

Handrit Sigurgarðs sögu[breyta | breyta frumkóða]

Að minnsta kosti 53 handrit geyma Sigurgarðs sögu frækna. Elsta handritið er frá 15. öld en það yngsta frá byrjun 20. aldar.[3]

Elsta varðveitta handritið (AM 556a-b 4to)) var skrifað á síðari hluta 15. aldar og ber nafnið Eggertsbók. Eggertsbók er kennd við Eggert Hannesson.

Viðtökur[breyta | breyta frumkóða]

Finnur Jónsson lýsti Sigurgarðs sögu á nokkuð jákvæðan hátt í bókmenntasögu sinni.[4]

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

  • Einar Þorðarson (ritstj,), Sagan af Sigurgarði frœkna (Reykjavík: Einar Þorðarson, 1884), http://www.alarichall.org.uk/teaching/sigrgardssaga.php.
  • Agnete Loth (ritstj.), Late Medieval Icelandic Romances, Editiones Arnamagæanae, series B, 20–24, 5 vols Copenhagen: Munksgaard, 1962–65), V 39–107.
  • Alaric Hall, Steven D. P. Richardson, og Haukur Þorgeirsson (ritstj.), ‘Sigrgarðs saga frækna: A Normalised Text, Translation, and Introduction’, Scandinavian-Canadian Studies/Études Scandinaves au Canada, 21 (2013), 80-155, http://scancan.net/article.htm?id=hall_1_21 Geymt 15 nóvember 2016 í Wayback Machine.

TIlvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alaric Hall, Steven D. P. Richardson, og Haukur Þorgeirsson, ‘Sigrgarðs saga frækna: A Normalised Text, Translation, and Introduction’, Scandinavian-Canadian Studies/Études Scandinaves au Canada, 21 (2013), 80-155 (bls. 84-89), http://scancan.net/article.htm?id=hall_1_21 Geymt 15 nóvember 2016 í Wayback Machine.
  2. Peter A. Jorgensen (ritstj.) 'The Story of Jonatas in Iceland, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 45 (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1997), bls. clxiii–clxiv.
  3. Alaric Hall, Steven D. P. Richardson, og Haukur Þorgeirsson, ‘Sigrgarðs saga frækna: A Normalised Text, Translation, and Introduction’, Scandinavian-Canadian Studies/Études Scandinaves au Canada, 21 (2013), 80-155 (bls. 82), http://scancan.net/article.htm?id=hall_1_21 Geymt 15 nóvember 2016 í Wayback Machine; Marianne E. Kalinke og P. M. Mitchell, Bibliography of Old Norse–Icelandic Romances, Islandica, 44 (Ithaca: Cornell University Press, 1985), bls. 97-98.
  4. 'alt i alt ... en af de bedste og læseværdigste', Finnur Jónsson, Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie, 2nd edn, 3 vols (Copenhagen: Gad, 1920-24), III, 121.