Fara í innihald

Sigurbjörn Þorkelsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurbjörn Þorkelsson (fæddur 21. mars 1964 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld. Hann hóf að skrifa greinar í Morgunblaðið tvítugur að aldri 1984 og hefur fengist reglulega við það eða allt fram á þetta ár 2024, eða í 40 ár. Samtals um 600 greinar. Hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins 1986 - 1998 og forseti þess 2001 - 2004. Forstöðumaður í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi part úr sumri 1989 - 2004 og 2011. Auk þess að vera fundarstjóri á aðalfundum Æskulýðsmiðstöðvar KFUM í Vatnaskógi frá 2000 - 2020. Ritstjóri Hrafnistubréfsins, tímarits Hrafnistuheimilanna 1990 - 1992. Framkvæmdastjóri KFUM og KFUK 1998 - 2000, en félöginn áttu 100 ára afmæli 1999. Hann starfaði sem framkvæmdarstjóri og meðhjálpari Laugarneskirkju 2000 - 2010 og leiddi þar oft guðsþjónustur og kyrrðarstundir auk annarra samverustunda og funda. Hann var einnig umsjónarmaður 10 - 12 ára starfs kirkjunnar í nokkur ár og var umsjónarmaður starfs eldri borgara við Laugarneskirkju allt til 2014. Hafði áður verið safnaðarfulltrúi Laugarneskirkju 1997 - 2001. Fyrirlesari og ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun júlí 2010 - desember 2011, hélt 130 - 140 fundi með langtíma atvinnulausu fólki og horfði á þeim tíma í augun á yfir 6.000 manns. Sigurbjörn prédikaði og leiddi reglulega guðsþjónustur í Fríkirkjunni við tjörnina í Reykjavík í afleysingum frá 2013 - 2020. Þá hefur hann einnig prédikað í öðrum kirkjum landsins eða komið fram í öðru kirkjulegu samhengi og víðar í um 700 skipti og flutt prédikanir og hugvekjur, ljóð, erindi og fleira. Starfaði á sumrin á táningsárum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur 1979 - 1981 og sem sölumaður bifreiða hjá Heklu hf frá máí 1982 - 1. janúar 1983. Þá starfaði hann einnig sem skrifstofumaður við m.a. sölu- og innheimtustörf hjá heildverslun Guðmundar Arasonar, GA smíðajárn ehf 1984 - 1991. Hann var 14 ára orðinn leiðtogi í æskulýðsstarfi KFUM og sat í stjórn Kristilegra skólasamtaka, KSS 1983 - 1984. Átti einnig sæti í stjórn Heimdallar 1983 - 1985 og í stjórn landsmálafélagsins Varðar 1985 - 1986.

Sigurbjörn sat meðal annars námskeið í Sálgæslufræðum, Sálgæsla og öldrun, árið 2008 á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í samstarfi við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Á námskeiðinu var litið til flestra þátta öldrunar þ.e. félagsfræðilega, sálfræðilega, lífeðlisfræðilega og andlega og hvernig og hvernig aldraðir hafa ekki einungis mætt margvíslegum missi á langri ævi, heldur einnig öðlast víðtæka reynslu. Sérstök áhersla var lögð á hlutverk sálgæslu með öldruðum og mikilvægi lífsgöngunnar. Alls 45 kennslustundir með fyrirlestrum, hópavinnu, almennum umræðum og verkefnum þar sem nemendur gerðu grein fyrir völdu efni.

Á sumardaginn fyrsta 2022 kom út hljómdiskurinn, Lifi lífið, með lögum eftir Jóhann Helgason, tónlistarmann og tónskáld við ljóð eftir Sigurbjörn. Flytjendur auk Jóhanns eru á meðal annarra, Páll Rósinkrans, Regína Ósk, Sigríður Guðnadóttir, Snorri Snorrason auk Fósturvísanna sem er hópur úr Karlakórnum Fóstbræðrum.

Hann er sonur hjónanna Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar (1912 - 2006), verslunarmanns og fyrsta forseta Gídeonfélagsins á Íslandi, 1945 og Steinunnar Pálsdóttur (1924 - 2006) húsmóður og bænakonu.

Föður afi Sigurbjörns var Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi (1885 - 1981) einn af stofnendum KFUM árið 1899 og meðal annars fyrsti sóknarnefndarformaður Hallgrímskirkju í Reykjavík og tók sem slíkur fyrstu skóflustunguna að Hallgrímskirkju. Síðar forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur 1950 - 1965. Föður amma Sigurbjörns var Gróa Bjarnadóttir húsmóðir í Reykjavík (1885 -1918, lést úr spænku veikinni frá sjö börnum). Móður afi, Páll Sigurðsson (1894 - 1971) prentari og einn af sex stofnendum Knattspyrnufélagsins Vals, undir forystu séra Friðriks Friðrikssonar. Móður amma var Margrét Þorkelsdóttir (1898 - 1984) húsmóðir í Reykjavík og bænakona.

Sigurbjörn er giftur Laufeyju Geirlaugsdóttur, söngkonu, kórstjóra og bókara og eiga þau þrjá syni. Barnabörn þeirra Sigurbjörns og Laufeyjar eru sjö talsins.

Rithöfundarferill[breyta | breyta frumkóða]

Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka, s.s. ljóðabækur, bænabækur, barnabækur, greinasöfn, skáldsögur og smásögur. Þá hefur hann meðal annars skrifað vel á sjöttahundrað greina í Morgunblaðið frá árinu 1984 og um 55 ljóða hans hafa jafnframt birst yfir 700 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu frá árinu árinu 2000.

Ljóðabækur:[breyta | breyta frumkóða]

 • Kærleikur og friður, 2024
 • Lífið er ferðalag, 2022
 • Faðmlög, 2020
 • Lífið er ljóðasafn, 312 valin ljóð úr fyrri ljóðabókum 2000 - 2020 (Einnig til á hljóðbók í upplestri höfundar)
 • Lifi lífið, 2017
 • Þakklæti, 2015
 • Sjáðu með hjartanu, 2013
 • Eilíft líf, 2010.
 • Ástríður, 2008.
 • Svalt, 2007
 • Sítenging, SMS 90 smáskilaboð, 2006
 • Lífið heldur áfram, 2002
 • Aðeins eitt líf, 2000

Bænabækur:[breyta | breyta frumkóða]

 • Í fylgd frelsarans, 2012
 • Í skugga vængja þinna, 2005
 • Vef mig vængjum þínum, 1998
 • Ég hef augu mín til fjallanna, 1997

Barnabækur:[breyta | breyta frumkóða]

 • Afmæli undirbúið, 2013 (Saga úr, Kærleikurinn mestur, 1999)
 • Ingi finnur jólin, 2009 (saga úr, Kærleikurinn mestur, 1999)
 • Prakkarastrik Bjössa, 2005.
 • Bjössi fer í Vatnaskóg, 2001
 • Kærleikurinn mestur, 1999

Greinasöfn:[breyta | breyta frumkóða]

 • Kjarni málsins, 2014
 • Góðan daginn, 2004

Skáldsaga:[breyta | breyta frumkóða]

 • Júlía, 2003

Útgefin erindi:[breyta | breyta frumkóða]

 • Dauðinn, 2016.
 • Lát engan líta smáum augum á elli þína, 2003

Smásögur:[breyta | breyta frumkóða]

 • Ögursögur, upplifanir og nokkur minningabrot, 2018.
 • Dýrð sé Guði, saga um bænheyrslu, 2016
 • Greinar trjánna, átta smásögur, 2016
 • Þá munu steinarnir hrópa, 1996
 • Ég gert ekki annað en talað það, sem ég hef séð og heyrt, 1995