Sigurbjörn Þorkelsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigurbjörn Þorkelsson (fæddur 21. mars 1964 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld. Hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins 1986 - 1998 og forseti þess 2001 - 2004. Forstöðumaður í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi 1989 - 2004 og 2011. Framkvæmdastjóri KFUM og KFUK 1998 - 2000. Hann starfaði sem framkvæmdarstjóri og meðhjálpari Laugarneskirkju 2000 - 2010 og var umsjónarmaður starfs eldri borgara við kirkjuna til 2014. Fyrirlesari og ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun júlí 2010 - desember 2011. Hefur leyst safnararprest Fríkirkjunnar í Reykjavík af og reglulega leitt guðsþjónustur í Fríkirkjunni frá 2013.

Hann er sonur hjónanna Þorkels G. Sigurbjörnssonar (1912 - 2006), fyrsta forseta Gídeonfélagsins á Íslandi, og Steinunnar Pálsdóttur (1924 - 2006). Föðurafi Sigurbjörns var Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi. Sigurbjörn er giftur Laufeyju Geirlaugsdóttur og eiga þau 3 syni.

Rithöfundarferill[breyta | breyta frumkóða]

Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka, s.s. ljóðabækur, bænabækur, barnabækur, skáldsögur og smásögur. Þá hefur hann meðal annars skrifað tæplega fimm hundruð greinar í Morgunblaðið frá árinu 1984 og um 40 ljóða hans hafa jafnframt birst yfir 500 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu 2000 - 2020.

Ljóðabækur:[breyta | breyta frumkóða]

Faðmlög, 2020

Lífið er ljóðasafn, 312 valin ljóð úr fyrri ljóðabókum 2000 - 2020

Lifi lífið, 2017

Þakklæti, 2015

Sjáðu með hjartanu, 2013

Eilíft líf, 2010.

Ástríður, 2008.

Svalt, 2007

Sítenging SMS 90 smáskilaboð 2006

Lífið heldur áfram, 2002

Aðeins eitt líf, 2000

Bænabækur:[breyta | breyta frumkóða]

Í fylgd frelsarans, 2012

Í skugga vængja þinna, 2005

Vef mig vængjum þínum, 1998

Barnabækur:[breyta | breyta frumkóða]

Prakkarastrik Bjössa, 2005.

Bjössi fer í Vatnaskóg, 2001

Kærleikurinn mestur, 1999

Greinasöfn:[breyta | breyta frumkóða]

Kjarni málsins, 2014

Góðan daginn, 2004

Skáldsaga:[breyta | breyta frumkóða]

Júlía, 2003

Útgefin erindi:[breyta | breyta frumkóða]

Lát engan líta smáum augum á elli þína, 2003

Dauðinn, 2016.

Smásögur:[breyta | breyta frumkóða]

Þá munu steinarnir hrópa, 1996

Greinar trjánna, átta smásögur, 2016

Dýrð sé Guði, saga um bænheyrslu, 2016

Ögursögur, upplifanir og nokkur minningabrot, 2018.