Sigríður Þóra Valgeirsdóttir
Sigríður Valgeirsdóttir | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 15. nóvember 1919 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Dánardagur | 3. september 2011 (91 árs) | |
Dánarstaður | Reykjavík, Ísland | |
|
Sigríður Þóra Valgeirsdóttir (f. 15. nóvember 1919 – dáin í Reykjavík 3. september 2011) var doktor í menntasálfræði, prófessor og ein af brautryðjendum körfuknattleiks á Íslandi.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Sigríður stundaði nám við íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar og var í kjölfarið boðinn styrkur til frekara náms frá Jónasi frá Hriflu. Hún fór utan árið 1943 og vorið 1947 lauk hún BA- og MA-prófi í heilsu-, íþrótta- og tómstundafræðum frá Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Í maí 1947 réðst hún til starfa sem kennari við Íþróttaskólann á Laugarvatni þar sem hún kenndi meðal annars körfuknattleik, sem hún hafði sjálf kynnst við nám sitt í Bandaríkjunum. Meðal nemenda hennar voru Hrefna Ingimarsdóttir, sem þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR á árunum 1950 til 1959. Hún tók einnig saman fyrstu reglurnar í körfuknattleik á Íslandi, en það voru bráðabirgðareglur um körfuknattleik kvenna sem gefnar voru út 1949 á vegum Fræðslunefndar ÍSÍ, ásamt því að veita forstöðu fyrsta dómaranámskeiðinu sem haldið var á Íslandi.[1]
Árið 1990 fékk Sigríður fálkaorðu forseta Íslands fyrir störf að uppeldis- og kennslumálum.[2]
Andlát
[breyta | breyta frumkóða]Sigríður lést á heimili sínu 3. september 2011, 91 árs að aldri.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skapti Hallgrímsson (2001). Leikni framar líkamsburðum. Körfuknattleikssamband Íslands. bls. 22, 25, 33, 52, 54, 56. ISBN 9979-60-630-4.
- ↑ 2,0 2,1 „Andlát - Sigríður Þ. Valgeirsdóttir“. Morgunblaðið. 6. september 2011. Sótt 19. janúar 2019.