Fara í innihald

Siglingafélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Société nautique de Genéve í Genf.

Siglingafélag er íþróttafélag sem fæst við siglingar. Oftast eru slík félög með aðstöðu við smábátahafnir eða afmörkuð strandsvæði sem þau nýta til siglinga og umsýslu með seglskútur, svo sem aðstöðu til sjósetninga, viðgerða og uppsátur á landi. Siglingafélög halda siglingakeppnir og reka siglingaskóla og siglingaþjálfun. Mörg siglingafélög reka smábátahafnir og þjónusta gestaskútur.