Sichuanpipar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lúka af sichuanpipa

Sichuanpipar eða aníspipar er krydd sem einnig þekkt sem kínverskur kóríander, kínapipar, rauður pipar, broddpipar, japanspipar og blómapipar. Þessi pipar sem er þurrkað fræ af runna af glóaldinætt er algengt krydd í matargerð í Kína, Tíbet, Nepal og Indlandi. Í Japan er lauf runnans notað ferskt bæði sem krydd og til skrauts.

Sichuanpipar er unninn úr að minnsta kosti tveimur tegundum af jurtum af ættinni zanthoxylum svo sem Zanthoxylum simulans og Zanthoxylum bungeanum. Jurtir sem sichuanpipar er unninn úr eru ekki skyldar þeim jurtum sem venjulegur pipar og chilipipar er unninn úr. Piparbragðið er mildara og sichuanpiparilmur minnir á mandarínuhýði og einiber.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.